Fara í efni

Erindi frá foreldrum grunnskólabarna á Raufarhöfn um samstarf Grunnskóla

Málsnúmer 201811065

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 13. fundur - 19.11.2018

Foreldrar barna við eldri deild grunnskólans á Raufarhöfn óska eftir því að komið verði á formlegu samstarfi Grunnskóla Raufarhafnar, Grunnskóla Þórshafnar og Öxarfjarðarskóla fyrir nemendur eldri deildar.

Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir erindinu og ræddi fjölskylduráð málefni sem tengjast því.
Ráðið samþykkir að fela fræðslufulltrúa að kanna áhuga á samstarfi á milli skólanna og mögulegar útfærslur þess meðal stjórnenda Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Einnig að kanna áhuga Langanesbyggðar á þátttöku í samstarfinu. Fræðslufulltrúi leggi fram niðurstöður fyrir næsta fund fjölskylduráðs í tengslum við umræður um fjárhagsáætlun sviðsins.

Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið.