Fara í efni

Hitaveita sumarhúsa í Aðaldal

Málsnúmer 201910091

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 197. fundur - 16.10.2019

Nokkur áhugi virðist vera meðal sumarhúsaeigenda í Aðaldal (flugvallarsvæði), að taka hitaveitu inn á svæðið til húshitunar. Þó liggur ekki fyrir á þessum tíma sá fjöldi eigna sem tengjast myndu veitunni ef af yrði, en gera má ráð fyrir að meirihluti húseigenda þyrfti að taka þátt svo kostnaðarlega hagkvæmt sé að ráðast í þessar veituframkvæmdir. Við kostnaðarmat framkvæmda hefur farið fram frumathugun á hagkvæmum lagnaleiðum stofn- og heimæða ásamt frágangi lagna m.t.t. þess jarðvegs sem þarna er. Þær hugmyndir sem liggja fyrir hafa verið bornar undir landeiganda, en ekki liggur fyrir á þessari stundu, skoðun hans á málinu.
Áhugi sumarhúsaeigenda í Aðaldal á lagningu hitaveitu inn á svæðið, kynntur fyrir stjórn OH.
Lagt fram til kynningar.