Fara í efni

Tillaga um hreinsunarviku

Málsnúmer 202005063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir tillaga um að haldin verði hreinsunarvika í sveitarfélaginu þar sem íbúum gefst tækifæri til að fegra umhverfi sitt. Völdum svæðum í þéttbýli verði úthlutað til valinna hópa. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar verði hvött til að hreinsa í kringum sig og bjóðist að losa ruslið á valin svæði. Hægt er að hugsa sér vikuna 18. til 24. maí.
Heiðar Hrafn Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Kristján Friðrik Sigurðsson leggja til að haldin verði hreinsunarvika í sveitarfélaginu þar sem íbúum gefst tækifæri til að fegra umhverfi sitt. Völdum svæðum í og við þéttbýli verði úthlutað til valinna hópa. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar verði hvött til að hreinsa í kringum sig og bjóðist að losa ruslið á valin svæði.
Hægt er að hugsa sér vikuna 18. til 24. maí.

Undanfarin ár hefur verið hreinsunardagur í Norðurþingi, sérstaklega á Húsavík. Í stað þess að kveða alla til verksins á einum degi skal miðast við viku. Það gefur einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri til að aðlaga hreinsunina að sínum þörfum. Eftir sem áður er hægt að notast við sama skipulag og á hreinsunadegi.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra hreinsunina.