Fara í efni

Jólafrí leikskólabarna - Niðurfelling leikskólagjalda

Málsnúmer 202010110

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 76. fundur - 26.10.2020

Til umfjöllunar er jólafrí leikskólabarna og afsláttur af leikskólagjöldum þess vegna.
Aldey Unnar Traustadóttir [fulltrúi V-lista], Benóný Valur Jakobsson [fulltrúi S-lista] og Heiðbjört Ólafsdóttir [fulltrúi D-lista] leggja til við fjölskylduráð að ráðið ákveði að bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum í desember og starfsfólki lengra jólafrí eins og gert var á síðasta ári sem almenn ánægja var með. Er þetta liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólanna.
Undirrituð leggja til að foreldrum og forráðarmönnum verði veitt niðurfelling á leikskólagjöldum fyrir dagana 23., 28., 29. og 30. desember ákveði þau að nýta ekki leikskólavist þá daga. Ef foreldri þarf leikskólavistun þessa daga þá þarf að láta leikskólastjóra vita af því. Að öðrum kosti er gert ráð fyrir að barnið verið í jólafríi.

Nánari útfærsla verður í höndum leikskólastjórnenda Norðurþings og fræðslustjóra.

Ráðið samþykkir samhljóða.