Fara í efni

Kaup á setbekkjum sem staðsettir verði við útrás Búðarár í suðurfjöru

Málsnúmer 202104077

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 218. fundur - 19.04.2021

Orkuveita Húsavíkur ohf., hefur gert upp á myndarlegan hátt, plan við útrás Búðarár, var þetta gert samkvæmt tillögu Bergs Elíasar Ágústssonar til heiðurs sem og minningar 100 ára afmælis rafveitu Húsavíkur og þeim frumkvöðlum sem stóðu að þeirri virkjun. Ákaflega mikilvægt er að verkið verði klárað og í sumar svo sem flestir geti notið þessa fallega og sögulega reits.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram þá tillögu að Orkuveita Húsavíkur ohf. kaupi þrjá setbekki sem staðsettir verða á ný uppgerðu plani við útrás Búðarár, þannig að íbúar og ferðamenn geti hvílt sig við útrásina og notið fjörunnar og náttúrunnar sem hún hefur upp á að bjóða.
Framkvæmdastjóra falið að koma upp aðstöðu á svæðinu við útrás Búðarár í suðurfjöru þar sem hægt verður að setjast niður og njóta tilverunnar.