Fara í efni

Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 202111070

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 105. fundur - 15.11.2021

Þann 1. janúar 2022 taka gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Félags- og barnamálaráðherra ber ábyrgð á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að undirbúa gildistöku laganna og styðja við innleiðingu þeirra en í því felst meðal annars að stýra aðgerðum við innleiðingu í samstarfi við ráðherra skv. 1. mgr. 3. gr. laganna og sveitarfélög.

Til að tryggja nauðsynlega aðkomu sveitarfélaga að innleiðingu laganna á öllum stigum óskar félags- og barnamálaráðherra hér með eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar. Viðkomandi aðili verður tengiliður sveitarfélagsins við ráðuneytið og alla þá aðila og hópa sem verkefninu tengjast.
Fjölskylduráð tilnefnir Hróðnýju Lund félagsmálastjóra til að vera fulltrúi sveitarfélagsins.