Fara í efni

Bakvaktir tillaga um samvinnu á milli sviða

Málsnúmer 202209083

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 236. fundur - 28.09.2022

Valdimar Halldórsson leggur fram tillögu um að rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur hefji samræður við stjórnendur Norðurþings um samræmingu bakvakta milli sviða í Norðurþingi.
Innan Norðurþings er starfsfólk á nokkrum sviðum á bakvöktum utan hefðbundins vinnutíma. Hluti af þessum bakvöktum er á verklegum sviðum Norðurþings.
Undirritaður, stjórnarmaður í Orkuveitu Húsavíkur, leggur hér fram tillögu um að rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur hefji skoðun á því, í samvinnu við stjórnendur Norðurþings, hvort hægt sé að endurskipuleggja bakvaktir innan verklegra sviða Norðurþings þannig að hagræðing náist fram. Talsverðir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi ef vel tekst til.

Valdimar Halldórsson,
stjórnarmaður í Orkuveitu Húsavíkur

Stjórn samþykkir að fela rekstrarstjóra að hefja viðræður við stjórnendur Norðurþings.