Fara í efni

Sala búnaðar í Orkustöð

Málsnúmer 202209086

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 236. fundur - 28.09.2022

Frá því að Orkustöðin í Víðimóum hætti rekstri hefur búnaður legið ónýttur. Búnaðurinn er allt frá stórum varmaskiptum niður í minnsta rafmagnsbúnað. Mikil vermæti er í þessum búnaði og óskar rekstrarstjóri eftir að fá heimild til að selja þennan búnað, bæði vegna þess að Orkuveita Húsavíkur sér ekki fram á að nýta búnaðinn eins væri hægt að nýta húsnæðið undir starfsemi Orkuveitunnar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að fela rekstrarstjóra að hefja söluferli á tækjum og búnaði í orkustöð.