Fara í efni

Framtíðar húsnæðiskostur viðhaldsdeildar Orkuveitu Húsavíkur

Málsnúmer 202301054

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 240. fundur - 09.02.2023

Orkuveita Húsavíkur rekur húsnæði á þremur stöðum á Húsavík og liggur fyrir að skoða þurfi hvort hægt sé að hagræða í húsakostum félagsins.
Stjórn Orkuveitu samþykkir að fela rekstrarstjóra að kanna möguleika á að flytja viðhaldsdeild í húsnæði OH að Víðimóum. Í því felst að kostnaðarmeta breytingar og annað sem þarf að gera til að húsnæðið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. Jafnframt er rekstrarstjóra falið að selja tæki og búnað í Orkustöð sem ekki nýtist í núverandi starfsemi OH.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 248. fundur - 10.10.2023

Orkuveitu Húsavíkur ohf. hefur yfir að ráða þremur húsum undir starfsemi viðhaldsdeildar sem eru eftirfarandi:

Áhaldahúsið við Höfða 13 sem verkstæði, skrifstofa, lagerhald og kaffistofa.
Hrísmóar 2, geymsluhúsnæði fyrir lagnaefni og tæki.
Hrísmóar 1, hluta til kæling á hitaveitu og hluta til geymsla, annars ónotað.


Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að láta hanna og kostnaðargreina breytingar á húsnæði félagsins að Hrísmóum 1 svo hægt sé að flytja meginstarfsemi félagsins þangað til að bæta aðstöðu og hagræða í rekstri.