Fara í efni

Brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Útkinn

Málsnúmer 202305117

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 431. fundur - 01.06.2023

Fyrir byggðarráði liggur ályktun til vegagerðarinnar vegna ástands og umferðatakmarkana á brú yfir Skjálfandafljót í Útkinn. Þar yfir er helsta leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur og á sjöunda hundrað bíla fara þar um á sólarhring.
Frá og með 1.júní nk. verður brúin yfir Skjálfandafljót í Köldukinn einungis opin fólksbílum. Vöru- og fólksflutningabílum verður óheimilt að aka yfir brúnna. Þeim bílum verður beint um Aðaldal og Reykjadal, veg nr. 845, yfir Fljótsheiði á hringveginum. Það lengir leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um 5,5 km.

Þessar takmarkanir eru bagalegar og kostnaðarsamar fyrir ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Einnig hafa takmarkanirnar í för með sér mikið óhagræði í flutningum á þessari leið, til dæmis er öll steypumöl fyrir Húsavík sótt í farveg Skjálfandafljóts handan brúarinnar. Auk þess bætist við einn fjallvegur á umræddri leið.

Samkvæmt samgönguáætlun verður ný brú ekki tilbúin fyrr en árið 2028 og ekkert sem bendir til annars en að takmarkanir munu gilda næstu fimm árin.

Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegkafla.