Fara í efni

Hafnastjóri Norðurþings

Málsnúmer 202307029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 435. fundur - 06.07.2023

Fyrir byggðarráði liggur að hafnastjóri Norðurþings hefur sagt starfi sínu lausu. Lagt er til að sveitarstjóri verði jafnframt hafnastjóri og að Norðurþing auglýsi eftir rekstrarstjóra hafna á næstu dögum.
Byggðarráð samþykkir að gera þá breytingu að sveitarstjóri Norðurþings verði jafnframt hafnarstjóri Norðurþings.

Byggðarráð felur stjórnsýslustjóra að vinna að þeim breytingum og uppfærslum sem þessar breytingar hafa m.a. í för með sér á samþykktum og leggja fyrir ráðið til samþykktar í byrjun ágústmánaðar.