Fara í efni

Fiskeldis- og sjávarútvegsskóli unga fólksins 2024

Málsnúmer 202403076

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 181. fundur - 26.03.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Háskólanum á Akureyri um beiðni um að taka þátt í Fiskeldis- og sjávarútvegsskóla unga fólksins sumarið 2024.

Hugmyndin er að kenna skólann í sumar við fiskeldisfyrirtækin í Kelduhverfi. Þetta er skóli sem kenndur er í eina viku á hverjum stað og er samstarfsverkefni vinnuskóla sveitarfélaga, fyrirtækja í fiskeldi og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Fyrirtækin greiða alfarið kostnað skólans, vinnuskólinn sendir sína starfsmenn í skólann og kennarar eru nemendur í sjávarútvegsfræði og líftækni við Háskólann á Akureyri.
Fjölskylduráð samþykkir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra þátttöku Norðurþings í verkefninu.