Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu við Höfðaveg 24

Málsnúmer 202502016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 210. fundur - 11.02.2025

Björn Hólmgeirsson og Hólmfríður Jónasdóttir óska eftir heimild til að reisa sólstofu við Höfðaveg 24. Fyrir liggur grunnmynd og skissur af útliti unnar af Baldri Kristjánssyni.
Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið nágrönnum að Höfðavegi 22 og 26 og Laugarbrekku 11 og 13 þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Umsækjandi þarf að skila inn skriflegu samþykki meðeigenda í húsinu.