Fara í efni

Rarik óskar framkvæmdaleyfis fyrir lagningu strenglagnar innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202502021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 210. fundur - 11.02.2025

RARIK óskar framkvæmdaleyfis vegna plægingar tveggja 33 kV strengja frá aðveitustöð RARIK við Lindarbrekku í Kelduhverfi að Grímsstöðum á Fjöllum. Lagnaleiðir liggja m.a. um vatnsverndarsvæði, hverfisverndarsvæði og Vatnajökulsþjóðgarðs. Strengleiðin fylgir að miklu leyti röskuðu svæði á jaðri veghelgunarsvæðis Dettifossvegar. Gert er ráð fyrir að þvera Jökulsá við brú á þjóðvegi nr. 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að afla viðeigandi umsagna vegna erindisins áður en það er tekið til formlegrar afgreiðslu sveitarfélagsins.