Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð - 175

Málsnúmer 2311008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 175. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 7 "Refa- og minkaveiði í Norðurþingi": Áki, Soffía, Jónas, Kristinn, Aldey, Eiður, Hafrún, Katrín og Hjálmar.
Áki og Jónas leggja fram eftirfarandi bókun:
Við undirritaðir höfum miklar áhyggjur af stefnu Norðurþings í þessum málaflokki Refa- og minkaveiði í Norðurþingi. Okkar álit er að skipulags- og framkvæmdaráð er að samþykkja með þessari bókun sinni að lágmarka veiðar á refi og minki eða jafnvel að leggja þær niður. Slík ákvörðun hefur miklar afleiðingar fyrir lífríki, bændur t.d. æðarbændur og búfénað.
Undirritaðir hafa heyrt í bændum sem og refa og minkaveiðimönnum sem hafa miklar áhyggjur af stefnu Norðurþings sem nær langt út fyrir mörk sveitarfélagsins þar sem þeir telja að refur og minkur muni fjölga sér verulega verði tekin upp sú stefna sem liggur í bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.
Verði þetta niðurstaða sveitarfélagsins sem felst í þessari bókun skipulags- og framkvæmdaráðs ætla þeir sem hafa stundað þessar veiðar í mörg ár og áratugi að leggja niður vopn sín og hætta slíkum veiðum, þar mun mikil reynsla og þekking fara forgörðum sem erfitt verður að endurheimta aftur.
Einnig má bæta við að Norðurþing var ný búið að bóka um vonda stöðu bænda og er þessi bókun ákveðið öfugmæli við það.
Það er því von okkar að Norðurþing sjái að sér og snúi af þessari óheillaþróun sem sveitarfélagið stefnir í varðandi refa og minkaveiði.
Sveitastjórn mun berast bréf frá BNSÞ (Búnaðarsambandi Norður Þingeyinga) sem lýsir miklum áhyggjum yfir breyttri stefnu Norðurþings í málafloknum, undirritaðir taka undir hvert orð í bréfi BNSÞ
Áki Hauksson og Jónas Þór Viðarsson

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.