Fara í efni

Gjöf til allra leikskóla á Íslandi

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur færði nýverið leikskólum Norðurþings  gjöf með námsefninu  "Lærum og leikum með hljóðin" sem ætlað er að bæta framburð barna, auka orðaforða og undirbúa þau fyrir lestur og læsi almennt.

Bryndís hefur starfað í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur og byggir námsefnið á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu sinni af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki í skólum. Efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og í samstarfi við IKEA, Lýsi, Marel og hjónin Björgólf Thor og Kristínu Ólafsdóttur mun Bryndís færa öllum leikskólum á Íslandi námsefnið eða um 250 skólum alls.

Það var Freyja Rögnvaldsdóttir sem afhenti gjöfina fyrir hönd Bryndísar og veitti starfsfólk Skólaþjónustunnar henni viðtöku.

Starfsfólk leikskóla og Skólaþjónustu Norðurþings þakka Bryndísi fyrir höfðinglega gjöf sem á örugglega eftir að nýtast vel.