Ferðalöngum vísað frá tjaldsvæðum í blíðunni

Sólarlag á Skjálfanda - Mynd: Gaukur Hjartarson
Sólarlag á Skjálfanda - Mynd: Gaukur Hjartarson

Blíðviðri er spáð á NA horni landsins um helgina og næstu daga.
Ferðalangar streyma á svæðið og sveitarfélagið iðar af mannlífi.

Vegna fjöldatakmarkana á tjaldsvæði eru öll tjaldsvæði í sveitarfélagsins þétt skipuð og á Húsavík er verið að vísa fólki frá sem stendur. Í augnablikinu er þó eitthvað laust á Raufarhöfn og á Kópaskeri. Nánari upplýsingar hér


Þeim vinsamlegu tilmælum beint til ferðalanga að kanna aðra möguleika en gistingu á tjaldsvæðum þar sem að ekkert er laust á þeim í augnablikinu.
Fjöldamörg gistiheimili og hótel eru á í Norðurþingi og nágrenni sem er tilvalið að nýta sér nú næstu daga.