Lokun íþróttamannvirkja frá 31.október

Sundlaugin á Raufarhöfn
Sundlaugin á Raufarhöfn

Í ljósi nýjustu reglugerðar vegna COVID 19 verður öllum íþróttamannvirkjum Norðurþings lokað frá og með laugardeginum 31.október 2020. 

Í 5.grein segir m.a.

"Sund- og baðstöðum sem og líkamsræktarstöðvum skal lokað.

Íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utan­dyra, með eða án snertingar eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing."

Reglugerðina í heild sinni má lesa hér

 

Íbúar Norðurþings eru hvattir til að hlúa vel að sjálfum sér, stunda útivist og aðra hreyfingu sem rúmast innan núgildandi takmarkana.