Bæjarráð Norðurþings

98. fundur 13. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.813. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201403026

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 813. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2014

201402080

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 48. fundar stjórnar DA sf. Lagt fram til kynningar.

3.Áætlað framlag eignaraðila árið 2014

201403029

Fyrir bæjarráði liggur beiðni stjórnar DA sf., um fjárframlag eignaraðila til reksturs ársins 2014. Heildarframlög eru 28, 3 milljónir króna og þar af er hlutur Norðurþings 21,3 milljónir króna. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um fjárframlag ársins 2014.

4.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2014

201403030

Fyrir bæjarráði liggur fundargerðir 159. og 160. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.