Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

117. fundur 18. september 2014 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Klappir: Kynning á Áliðjuveri á Bakka

Málsnúmer 201409062Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Klappa, Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri fór yfir og kynnti stöðu verkefnis sem félagið er að vinna að. Bæjarráð þakkar Ingvari fyrir góða kynningu.

2.Fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars, kynning

Málsnúmer 201409063Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík, þeir Júlíus Stefánsson, formaður og Ástþór Stefánsson, ritari og fóru þeir yfir og kynntu stöðu félagsins en þar kemur fram ósk félagsins um fjárstuðning með samningi til fjögurra ára. Óskað er eftir að styrktarframlag verði aukið úr 900.000.- í 1.500.000.- krónur á ári. Jafnframt verði lagt til sérstakt framlag vegna nýliðunar og starfsemi Unglingadeildar Náttfara sem nemi 1.500.000.- árlega. Árlegt framlag til endurnýjunar á bílum, bátum og öðrum tækjabúnaði verði 2,500.000.- til 3.000.000.- árlega. Með þessum framlögum getur Björgunarsveitin Garðar sinnt því hlutverki sem henni er markað í samfélaginu og jafnframt tryggt nægt framboð af nýliðum ásamt því að hafa nýlegan tækjabúnað til halds og trausts. Bæjarráð þakka fulltrúum björgunarsveitarinnar fyrir kynninguna. Bæjarráð vísar beiðninni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

3.Reglur um könnun og meðferð barnaverndarmála og framsal valds

Málsnúmer 201409040Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja nýjar reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka og framsal valds hjá starfsmönnum félags- og barnaverndarnefndar Þingeyinga, sem sveitarstjórnir innan Þingeyjarsýslu þurfa að samþykkja. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi reglur verði samþykktar.

4.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, aðlögurnaráætlun Norðurþings

Málsnúmer 201409054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) frá 20. febrúar s.l. þar sem nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um breytingar í aðlögunaráætlun Norðurþings. Áður hafði sveitarfélagið svarað fyrirspurn nefndarinnar og vísað til óvissu um nokkra liði áætlunarinnar. Til að uppfylla ákvæði laga um aðlögunaráætlun, er niðurstaða nefndarinnar að óska eftir því við Norðurþing, að sveitarfélagið setji fram aðlögunaráætlun í tveimur hlutum, annars vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar sem taki mið af núverandi aðstæðum í rekstri sveitarfélagsins, þ.e.a.s. aðlögunaráætlun sem taki mið af núverandi rekstrarumhverfi Norðurþings og hins vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar þar sem fram koma áhrif uppbyggingar á Bakka á áætlun um fjárfestingar, tekjur og gjöld sem og aðra liði í rekstri og efnahag. Fyrir bæjarráð liggur aðlögunaráætlun ásamt greinargerð þar sem umbeðnar upplýsingar hafa verið dregnar saman. Aðlögunaráætlunin er sett upp í tvennu lagi eins og óskað er og gerð er grein fyrir forsendum í sérstakri greinargerð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi aðlögunaráætlun verði samþykkt.

5.Viðaukar við lóðar- og hafnarsamning

Málsnúmer 201402102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja viðaukar við gildandi lóða- og hafnasamning milli annars vegar Hafnarsjóðs Norðurþing og sveitarfélagsins og hins vegar PCC BakkiSilicon hf. þar sem gildistími er framlengdur í báðum samningum til 31. desember 2014. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og er forseta bæjarstjórnar, Friðriki Sigurðssyni, Hafnastjóra, Tryggva Jóhannssyni og bæjarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni veitt umboð til að undirrita viðaukana fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis 2014

Málsnúmer 201409059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fjárlaganefnd Alþingis þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps ársins 2015. Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja sig í samband við starfsmann Fjárlaganefndar og bóka fund með nefndinni.

Fundi slitið - kl. 16:00.