Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.íbúafundir í sveitarfélaginu
201103111
Rætt um spurningu sem kom fram á íbúafundi um hvort einhver stefna varðandi þjónustu við fatlaða utan Húsavíkur. Stefna félagsþjónustunnar er að vinna hvert mál á einstaklingsgrundvelli og reynt er að mæta þörfum einstaklinganna eins og nokkur kostur er. Önnur spurning sem fram kom var hvort félagsþjónustan gæti hlutast til um að fatlaðir fái vinnu hjá einkaaðilum. Félagsþjónustan sinnir AMS á öllu þjónustusvæðinu.
2.Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um barnaverndarlög 186. mál
201311130
Lagt fram til kynningar
3.Velferðarnefnd Alþingis, þingsályktunartillaga um húsaleigubætur, réttur námsmanna 72. mál
201311046
Lagt fram til kynningar
4.Velferðarnefnd Alþingis, þingsályktunartillaga um jafnt búsetuform barna, tvöfalt lögheimili 70. mál
201311044
Lagt fram til kynningar
5.Velferðarnefnd Alþingis, þingsályktunartillaga um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra 71. mál
201311045
Lagt fram til kynningar
6.Kynning á samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og félagsþjónustu
201312014
Lagt fram til kynningar. Samþykkt að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.
7.Liðveisla - Trúnaðarmál
201212080
Málið kynnt og rætt. Nefndin sér sér ekki fært að verða við beiðni um aukna liðveislu.
8.Staða félagsþjónustu, umræður
201312015
Aukið álag á félagsþjónustuna rætt. Nefndin lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála ástandinu í samfélaginu. Rætt var um hvaða leiðir eru færar til að mæta aukinni félaglegri þörf samfélagsins. Félagsmálastjóri sem jafnframt er jafnréttisfulltrúi sveitarfélagsins gerði nefndinni grein fyrir því að hann hafi ekki getað sinnt þeim hluta starfsins vegna álags í öðrum verkefnum. Hann kallar jafnframt eftir því að ráðið verði í starf jafnréttisfulltrúa hið fyrsta til að framfylgja þeirri jafnréttisstefnu sem sveitarfélagið setti sér í desember 2011
Fundi slitið - kl. 15:00.