Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

46. fundur 15. janúar 2015 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Anna Ragnarsdóttir formaður
  • Aðalbjörn Jóhannsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Stígamót, umsókn um rekstrarstyrk 2015

201501011

Styrkbeiðni Sígamóta hafnað, rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.

2.Einstaklingsmál

200904027

Niðurstaða samkvæmt bókun nefndar.

3.Skipulagsbreytingar hjá félagsþjónustu

201411107

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings samþykkir breytingar á skipulagi félagsþjónustu Norðurþings, skv. framlagðri greinargerð um skipulagsbreytingarnar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að innleiðingu skipulagsins, s.s. með uppsögnum tveggja deildarstjóra og tveggja forstöðumanna á sviðinu. Miðað er við að breytingin taki gildi 1. maí 2015.

4.Þátttaka í Ester verkefni Barnaverndarstofu

201501024

Barnaverndarstofa hefur fengið styrk frá EUF á Íslandi fyrir tveggja ára innleiðingu á ESTER greiningar og matskerfinu. ESTER er mats- og greiningarkerfi vegna barna með hegðunarerfiðleika og barna sem eiga á hættu að þróa með sér þess háttar erfiðleika.
Styrkurinn gerir Barnaverndarstofu mögulegt að bjóða öllum barnaverndarnefndum landsins að taka þátt í þessu tveggja ára tilraunaverkefni þeim nær að kostnaðarlausu. Kostnaðurinn sem fellur á sveitarfélagið er áskrift af tölvukerfi ESTER kr. 45.000 á ári og ferðakostnaður innanlands 4 ferðir til Reykjavíkur.
Nefndin samþykkir að tveir starfsmenn BÞ taki þátt í verkefninu.

Fundi slitið - kl. 17:00.