Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings - 119

Málsnúmer 1410010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 41. fundur - 21.10.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 119. fundar bæjarráðs.
Undir fundargerðinni tóku til máls: Óli, Hjálmar Bogi, Friðrik og Kjartan. Óli leggur til að bókun 6. liðar í fundargerð bæjarráðs verði gerð að bókun bæjarstjórnar. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs.
"Fyrir bæjarráði liggja til umsagnar frá Innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta. Í framlögðum drögum að reglugerðum um umdæmi sýslumanna og lögreglu, er unnið út frá þeirri meginreglu yfir allt landið að innan hvers landshluta fyrir sig sé aðalskrifstofa sýslumanns og lögreglustjóra á sitt hvorum staðnum innan héraðs. Á Norðausturlandi er þessi stefna útfærð í áðurnefndum drögum þannig að lögreglustjóri fyrir svæðið muni starfa á Akureyri og aðalskrifstofa sýslumanns verði á Húsavík. Þegar hafa verið ráðnir embættismenn í bæði störf yfirmanna þessara stofnana á þessum forsendum. Bæjarráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við þessa stefnu dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra, enda hefur hún legið fyrir um nokkurn tíma og verið kynnt vel fyrir íbúum og sveitarstjórnum".
Fyrirliggjandi bókun samþykkt.
Friðrik leggur til að bókun 7. liðar bæjarráðs verði gerð að bókun bæjarstjórnar. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur erindi til umfjöllunar vegna eflingar á millilandaflugi á Norðausturlandi. Bæjarráð tekur undir ályktun aðalfundar SSA sem haldinn var í Fjarðarbyggð í september þar sem stjórnin hvetur stjórnvöld til að auka stuðning við uppbyggingu ferðaþjónustu og grunnstoðir hennar sem sannarlega hefur skilað árangri og skipt sköpum fyrir þessa atvinnugrein. Mikilvægt er að byggt verði á þeim góða árangri sem þegar hefur náðst og að markvisst verði unnið að því að dreifa auknum fjölda ferðamanna um landið allt. Liður í þeirri viðleitni er að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflvíkurflugvöll.Bæjarráð Norðurþings áréttar við stjórnvöld mikilvægi þess að fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug sé inn í landið vegna aukningar ferðamanna og ekki síst öryggisins vegna. Á Norðausturlandi eru tveir millilandaflugvellir, lítið nýttir sem slíkir, en full ástæða er til að nýta þá betur með stuðningi stjórnvalda".Fyrirliggjandi bókun samþykkt.Fundargerð bæjarráðst staðfest.