Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

41. fundur 21. október 2014 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson Forseti
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgenill bæjarstjóra
Dagskrá
Fyrir hefðbundna dagskrá bæjarstjórnar er eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar lögð fram og samþykkt.

Bæjarstjórn Norðurþings fagnar þeirri ákvörðun að Hvalasafninu á Húsavík hafi verið falin varðveisla grindar steypireyðar sem rak á land á Skaga árið 2010. Hvalasafnið á Húsavík er eina hvalasafnið á

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur að gera breytingu á skipan í nefndir og ráð. Vegna brottflutnings Einars Gíslasonar úr sveitarfélaginu þarf að kjósa nýjan varafulltrúa í framkvæmda- og hafnanefnd. Bæjarstjórn þakkar Einari fyrir setu í nefndum á vegum sveitarfélagsins. Í stað Einars Gíslasonar sem varamanns kemur Árni Sigurbjarnarson.

2.Lista- og menningarsjóður Norðurþings, skipulagsskrá og úthlutunarreglur endurskoðun

Málsnúmer 201410008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 41. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum og leggur til við bæjarstjórn að þær verði staðfestar. Nefndin felur fræðslu- og menningarfulltrúa að leita eftir samningum við Orkuveitu Húsavíkur um framlag til Lista- og menningarsjóðs.
Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Olga og Sif.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur fræðslu- og menningarnefndar með atkvæðum Friðriks, Óla, Örlygs, Sifjar, Jónasar og Kjartans. Hjálmar Bogi situr hjá við atkvæðagreiðsluna en Soffía greiðir atkvæði gegn tillögunni.

3.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar

Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 121. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Erindið var einnig til afgreiðslu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnanefndar.
Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar.
"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðrar landfyllingar innan norðurhafnar auk breytinga á brimvörn og lengingu viðlegukannts Bökugarðs. Umsagnir um skipulagslýsingu bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra og Vegagerðinni. Skipulagsstofnun telur í bréfi sínu frá 24. september að skoða þurfi eftirfarandi atriði í skipulags- og umhverfismatsvinnu:
1. Stækkun hafnarinnar er breyting á höfn fyrir skip stærri en 1.350 tonn. Tillagan fellur því undir lög um umhverfismat áætlana og þarf því að meta áhrif hennar og gera grein fyrir í umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun mælir með því að framkvæmdin verði tilkynnt til ákvörðunar um matsskyldu samhliða vinnslu og kynningu aðal- og deiliskipulags. Viðbrögð:Metin verða umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar og gerð grein fyrir þeim í umhverfisskýrslu. Þegar hefur verið fjallað um umhverfisáhrif Bakkavegar og Húsavíkurhafnar og birti Skipulagsstofnun niðurstöðu sína þar að lútandi í apríl 2014.
2. Gæta verður þess að í greinargerð verði fjallað um alla breytingarþætti, þar með talið lengingu hafnarbakka á austanverðum Bökugarði auk tilfærslu brimvarnar til norðurs að vestanverðu. Viðbrögð:Í greinargerð verður fjallað um alla breytingarþætti skipulagstillögunnar.
3. Sýna skal á uppdrætti gildandi aðalskipulag með staðfestum breytingum frá 2014. Viðbrögð: Sýndur verður gildandi aðalskipulagsuppdráttur.
4. Minnt er á að kynna þarf skipulagstillöguna á vinnslustigi áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Viðbrögð: Frumtillaga að umræddri aðalskipulagsbreytingu var kynnt á opnu húsi þann 9. september s.l. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðulands Eystra (HNE) frá 29. september kemur fram:
5. HNE bendir á að um er að ræða umtalsverða breytingu á hafnarsvæði og nauðsynlegt sé að gerð verði grein fyrir hugsanlegum áhrifum sjávarfallastrauma og öðrum umhverfisáhrifum. Viðbrögð: Metin verða umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar og gerð grein fyrir í umhverfisskýrslu.
6. HNE telur að miðað við fyrirliggjandi áform hverfi síðasta fjaran í norðurhöfn undir landfyllingu. Ljóst sé að fjaran hafi verndargildi og spurning hvort ekki sé tilefni til að varðveita hana.Viðbrögð:Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í fyrirliggjandi skipulagshugmyndum sé einmitt lítið sem ekkert gengið á síðustu fjöruna í norðurhöfn þar sem nefndin telur hana hafa verndargildi.
7. Fram þurfi að koma hvernig staðið verði að framkvæmdum, s.s. hversu langan tíma framkvæmdin tekur, hvaða tæki þurfi við framkvæmdina og hver verði hljóðstyrkur meðan á framkvæmdum stendur. Viðbrögð: Fjallað verður um umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar eftir því sem við á á aðalskipulagsstigi. Í skipulagi verður gert ráð fyrir takmörkunum á vinnutíma við framkvæmdir.
8. Mikilvægt er að íbúar á Bakkanum fái að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir og þeir upplýstir um möguleg óþægindi sem þeir verða fyrir með aukinni umferð og stafsemi með tilliti til hækkunar hljóðstigs. Viðbrögð: Skipulagstillagan verður kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisstofnun gerir í bréfi sínu frá 30. september ekki athugasemd við skipulagslýsinguna, en vekur athygli á því að opin landfylling flokkast sem varp í hafið sbr. lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Viðbrögð: Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til viðbragða. Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 10. október að stofnunin geri ekki athugasemd við skipulagslýsinguna. Viðbrögð: Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til viðbragða. Vigfús Sigurðsson kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram komu við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að tillagan að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 36 gr.og 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga."
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

4.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar

Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 121. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Erindið var einnig til afgreiðslu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnanefndar.
Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar. "Vigfús Sigurðsson gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi norðurhafnar. Skipulags- og byggingarnefnd telur að skipulagstillagan sé í samræmi við umræður á síðasta fundi. Hún leggur þó til að hámarkshæð húsa á svæði H2 og við Slippinn verði 8 m. Með þeirri breytingu leggur nefndin til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram."
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

5.Rarik sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóð við Ketilsbraut 22

Málsnúmer 201410041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 121. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. "Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir spennistöð við Stóragarð skv. teikningum unnum af Eflu Verkfræðistofu. Um er að ræða 6,6 m² hús.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að RARIK verði úthlutað lóð undir spennistöð skv. skipulaginu. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi fyrir spennistöðinni að því gengnu að samhliða verði byggðir upp snyrtilegir steinveggir skv. ákvæðum deiliskipulags." Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Rifós hf. sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma sem ætlaðir eru undir rafstöðvar

Málsnúmer 201410052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 121. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. "Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma sem ætlaðir eru undir rafstöðvar á lóð fyrirtækisins við Lón í Kelduhverfi. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af afstöðu og ljósmynd af gámunum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir rafstöðvargámunum til eins árs með því skilyrði að þeir verði snyrtilega málaðir í lit sem fellur að umhverfinu."
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

7.Bæjarráð Norðurþings - 118

Málsnúmer 1410001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 118. fundar bæjarráðs.
Undir fundargerðinni tóku til máls: Hjálmar Bogi, Kristján Þór, Friðrik, Óli og Soffía. Friðrik leggur til að bæjarstjórn geri bókun 12. liðar í fundargerð bæjarráðs að sinni. Bókunin er eftirfarandi:"Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga Íslandspóst sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur sent sveitarfélaginu en þar kemur fram að fyrirhuguð er fækkun dreifingardaga í dreifðari byggð í landinu og fellur Raufarhöfn og Kópasker undir skilgreiningu Íslandspósts. Bæjarráð tekur undir áhyggjur Íslandspósts um ástand vega í sveitarfélaginu en leggst alfarið gegn skerðingu á póstþjónustu í dreifðum byggðum Norðurþings." Jafnframt er lagt til að bæjarstjóra verði falið að koma málefninu á framfæri við þingmenn kjördæmisins.
Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerð bæjarráðs staðfest.

8.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 121

Málsnúmer 1410004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 121. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar staðfest án umræðu.

9.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 41

Málsnúmer 1410005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 41. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Undir fundargerðinni tóku til máls: Hjálmar Bogi, Olga, Soffía og Kristján Þór. Fundargerð fræðslu- og menningarnefndar staðfest.

10.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 34

Málsnúmer 1410006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð tómstunda- og æskulýðsnefndar. Undir fundargerðinni tóku til máls: Hjálmar Bogi, Kristján Þór, Kjartan, Friðrik og Soffía. Fundargerð tómstunda- og æskulýðsnefndar staðfest.

11.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44

Málsnúmer 1410007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 44. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.
Undir fundargerðinni tóku til máls: Hjálmar Bogi, Soffía, Óli, Friðrik, Kjartan og Olga. Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun vegna 14. liðar fundargerðarinnar:"Við undirrituð hörmum stefnu meirihluta bæjarstjórnar sem hyggst taka upp samninga við Menningarfélagið Úti á Túni um afnot af þremur Verbúðum. Aðeins eru liðnir fimm mánuðir frá undirritun samnings milli menningarfélagsins og sveitarfélagsins. Mikill kraftur í starfi félagsins og búið er að bóka húsnæðið undir hvers konar starfsemi. Það er því ljóst að missi félagið eina verbúð grefur það undan starfseminni.Við teljum að Menningarfélagið úti á Túni þurfi tíma, þann tíma sem samið var um, til að þroskast, vaxa og dafna." Hjálmar Bogi Hafliðason - signSoffía Helgadóttir - signJónas Hreiðar Einarsson - signKjartan Páll Þórarinsson - sign
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun vegna 14. liðar fundargerðarinnar. "Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að ekki eru uppi áform um að segja upp gildandi leigusamningum í verbúðum á Húsavík. Meirihlutinn telur afar mikilvægt að sú starfsemi sem komin er af stað í verbúðunum dafni. Í ljósi eftirspurnar sprotafyrirtækis í sjávareldi á Húsavík í húsnæði verbúðunum telur meirihlutinn mikilvægt að kannað verði til fulls hvort möguleiki sé á að uppfylla þarfir allra án þess að starfsemi bíð skaða af".
Óli Halldórsson - signFriðrik Sigurðsson - signOlga Gísladóttir - signÖrlygur Hnefill Örlygsson - signSif Jóhannesdóttir - sign. Fundargerð framkvæmda- og hafnanefndar staðfest.

12.Bæjarráð Norðurþings - 119

Málsnúmer 1410010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 119. fundar bæjarráðs.
Undir fundargerðinni tóku til máls: Óli, Hjálmar Bogi, Friðrik og Kjartan. Óli leggur til að bókun 6. liðar í fundargerð bæjarráðs verði gerð að bókun bæjarstjórnar. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs.
"Fyrir bæjarráði liggja til umsagnar frá Innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta. Í framlögðum drögum að reglugerðum um umdæmi sýslumanna og lögreglu, er unnið út frá þeirri meginreglu yfir allt landið að innan hvers landshluta fyrir sig sé aðalskrifstofa sýslumanns og lögreglustjóra á sitt hvorum staðnum innan héraðs. Á Norðausturlandi er þessi stefna útfærð í áðurnefndum drögum þannig að lögreglustjóri fyrir svæðið muni starfa á Akureyri og aðalskrifstofa sýslumanns verði á Húsavík. Þegar hafa verið ráðnir embættismenn í bæði störf yfirmanna þessara stofnana á þessum forsendum. Bæjarráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við þessa stefnu dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra, enda hefur hún legið fyrir um nokkurn tíma og verið kynnt vel fyrir íbúum og sveitarstjórnum".
Fyrirliggjandi bókun samþykkt.
Friðrik leggur til að bókun 7. liðar bæjarráðs verði gerð að bókun bæjarstjórnar. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur erindi til umfjöllunar vegna eflingar á millilandaflugi á Norðausturlandi. Bæjarráð tekur undir ályktun aðalfundar SSA sem haldinn var í Fjarðarbyggð í september þar sem stjórnin hvetur stjórnvöld til að auka stuðning við uppbyggingu ferðaþjónustu og grunnstoðir hennar sem sannarlega hefur skilað árangri og skipt sköpum fyrir þessa atvinnugrein. Mikilvægt er að byggt verði á þeim góða árangri sem þegar hefur náðst og að markvisst verði unnið að því að dreifa auknum fjölda ferðamanna um landið allt. Liður í þeirri viðleitni er að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflvíkurflugvöll.Bæjarráð Norðurþings áréttar við stjórnvöld mikilvægi þess að fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug sé inn í landið vegna aukningar ferðamanna og ekki síst öryggisins vegna. Á Norðausturlandi eru tveir millilandaflugvellir, lítið nýttir sem slíkir, en full ástæða er til að nýta þá betur með stuðningi stjórnvalda".Fyrirliggjandi bókun samþykkt.Fundargerð bæjarráðst staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:15.