Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings - 118

Málsnúmer 1410001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 41. fundur - 21.10.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 118. fundar bæjarráðs.
Undir fundargerðinni tóku til máls: Hjálmar Bogi, Kristján Þór, Friðrik, Óli og Soffía. Friðrik leggur til að bæjarstjórn geri bókun 12. liðar í fundargerð bæjarráðs að sinni. Bókunin er eftirfarandi:"Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga Íslandspóst sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur sent sveitarfélaginu en þar kemur fram að fyrirhuguð er fækkun dreifingardaga í dreifðari byggð í landinu og fellur Raufarhöfn og Kópasker undir skilgreiningu Íslandspósts. Bæjarráð tekur undir áhyggjur Íslandspósts um ástand vega í sveitarfélaginu en leggst alfarið gegn skerðingu á póstþjónustu í dreifðum byggðum Norðurþings." Jafnframt er lagt til að bæjarstjóra verði falið að koma málefninu á framfæri við þingmenn kjördæmisins.
Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerð bæjarráðs staðfest.