Frístund fyrir hádegi

 
Sími: 663-5290
Heimilisfang: Stórigarður 8, efri hæð í Íþróttahöll Húsavíkur (Grænatorg)
 
Starfsfólk Sumarfrístundar 2020:
Kristinn Lúðvíksson, Forstöðumaður – kristinn@nordurthing.is
Unnur Lilja – Frístundaleiðbeinandi (fyrir hádegi)
Arnór Heiðar Benónýsson (verkefnisstjórn)
Saga Matthildur  (verkefnisstjórn)
Alda Kristín Stefánsdóttir
Bjartey Guðný Birkisdóttir
Jakob Héðinn Róbertsson
Einar Örn Sigurðsson
(ATH. starfsmenn sinna einnig öðrum verkefnum eins og td vinnuskóla og geta því færst til á milli daga)
 
Frístund fyrir hádegi verður í boðið frá 08:00 - 12:00  og skráning í hana fer í gegnum rafrænt eyðublað hér.  
Sumarfrístund er svo í boði frá kl. 13:00 - 16:00
Lokað er á milli 12:00-13:00
ATH! Sótt er sérstaklega um dægradvöl fyrir hádegi með rafrænu eyðublaði og sérstaklega er sótt um Sumarfrístund í gegnum Nórakerfið.
Barn sem skráð er í Sumarfrístund er því ekki sjálfkrafa skráð í dægrardvöl fyrir hádegi og svo öfugt. 
Skráning gildir 
 
 
Hvað er frístund fyrir hádegi ? 

Starfið fellst að mestu leiti í frjálsum leik jafnt úti sem inni. Skapaðar eru aðstæður þar sem hvert barn fær tækifæri til að stykjast í samskiptum við jafnaldra og að sama skapi að læra að standa á eigin fótum. Leiðarljós starfsins er þó alltaf að barnið fái tækifæri til að velja verkefni og aðstæður sem henta að hverju sinni með það að markmiði að öllum líði vel. 

Gott getur verið að mæta með föt til skiptanna, börnin geta blotnað, slys geta orðið eða unnið með málningu og slíku öðru hverju.

 
Fyrir hverja og hvenær?
9. júní – 2. júlí ( opið fyrir árganga 2011 -2014)
26.júlí - 18. ágúst (opið fyrir árganga 2011 - 2015)  
 
Fyrirkomulag Frístundar fyrir hádegi?
Frístund fyrir hádegi verður starfrækt 08:00 - 12:00.
Börn þurfa að koma nestuð í frístundina og klædd eftir veðri.

ATH: Dægradvöl er ekki opin eftirtalda frídaga:
17.júní.
2.ágúst (frídagur verslunarmanna).
Lokað er 3.júlí - 25.júlí.
Lokað er 19 & 20 ágúst vegna starfsdaga.
 
Hvar er Frístund fyrir hádegi?
Frístund fyrir hádegi verður í frístundahúsnæði Norðurþings eða á efri hæð íþróttahallarinnar að Stóragarði 8.
 
Skráning og verð í frístund fyrir hádegi:
Skráning  er með rafrænu eyðublaði sem má finna hér.
 
Kostnaður og greiðslumáti:
Greitt er fyrir hverja viku 3.500 kr.  Ekki er boðið upp á afslátt með þessu úrræði.
Greitt er með greiðsluseðli.
Frístundastyrk er ekki hægt að nýta í frístund fyrir hádegi
 
Algengar spurningar:
Hvað með forföll?
Foreldrar láta vita af forföllum í  síma 663-5290 eða með SMS eða á netfangið tun@nordurthing.is
- Er einhver sérstakur klæðnaður?
Ætlast er til að börn komi ávallt klædd eftir veðri.
- Hvar er Frístund fyrir hádegi?
Frístund er staðsett á efri hæð í Íþróttahöll Húsavíkur (Grænatorg).
- Hvernig greiðir maður?
Greitt er með greiðsluseðli líkt og með frístund yfir veturinn.
- Afsláttur?
Þar sem kostnaði er haldið í lágmarki er ekki boðið upp á afsláttarkjör.