Fara í efni

Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar

Málsnúmer 201406081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014

Vigfús Sigurðsson skipulagsráðgjafi mætti til fundarins og kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags vegna nýrrar fyllingar í Norðurhöfn. Skipulags- og byggingarnefnd telur þá breytingu aðalskipulags sem kynnt er ekki falla undir ákvæði 2. mgr. 36 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eins og gengið er út frá í tillögunni. Því verði að fara með hana á grundvelli 1. mgr. 36. gr. Skipulagsráðgjafa er falið að vinna skipulagslýsingu vegna breytingarinnar fyrir næsta fund skipulags- og byggingarnefndar. Nefndin telur tillögu skipulagsráðgjafa til samræmis við þær hugmyndir sem áður hafa verið kynntar í framkvæmda- og hafnanefnd.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir erindi sem tekið var fyrir í skipulags- og byggingarnefnd 01.07.2014. Gaukur sat fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar á þessu stigi.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 119. fundur - 12.08.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 sem fælist í um 2 ha landfyllingu innan hafnar. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að hafnarnefnd fer með skipulagsvald á hafnarsvæðinu. Hennar þarf því að geta í skipulagslýsingu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita umsagna um skipulagslýsinguna með breytingum hjá lögboðnum umsagnaraðilum sem og kynna hana fyrir almenningi skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð Norðurþings - 113. fundur - 21.08.2014

Eftirfarandi var bókað á 119. fundi Skipulags- og byggingarnefndar;Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 sem fælist í um 2 ha landfyllingu innan hafnar.Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að hafnarnefnd fer með skipulagsvald á hafnarsvæðinu. Hennar þarf því að geta í skipulagslýsingu.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita umsagna um skipulagslýsinguna með breytingum hjá lögboðnum umsagnaraðilum sem og kynna hana fyrir almenningi skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð samþykkir tillögu Skipulags- og byggingarnefndar

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 120. fundur - 16.09.2014

Vigfús Sigurðsson mætti á fundinn og kynnti hugmynd að breytingu aðalskipulags vegna um 2 ha landfyllingar í norðurhöfn.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að halda formi uppfyllingar óbreyttu frá fyrirliggjandi tillögu. Bæta þarf við fyllingu við slipp svo þar megi útbúa byggingarreiti í tengslum við slippinn. Nefndin vísar fyrirliggjandi hugmynd til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Skipulags- og bygginganefnd vísar hugmynd um breytingu aðalskipulags vegna 2 ha uppfyllingar í norðurhöfninni á Húsavík til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.Málið var til kynningar á síðasta fundi f&h. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu málsins. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til að hafnarsvæði H3 verði breytt í blandað svæði verslunar- og þjónustu-/hafnarsvæði. Annars samþykkir nefndin fyrirliggjandi hugmyndir s&b nefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 121. fundur - 14.10.2014

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðrar landfyllingar innan norðurhafnar auk breytinga á brimvörn og lengingu viðlegukannts Bökugarðs. Umsagnir um skipulagslýsingu bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra og Vegagerðinni. Skipulagsstofnun telur í bréfi sínu frá 24. september að skoða þurfi eftirfarandi atriði í skipulags- og umhverfismatsvinnu:1. Stækkun hafnarinnar er breyting á höfn fyrir skip stærri en 1.350 tonn. Tillagan fellur því undir lög um umhverfismat áætlana og þarf því að meta áhrif hennar og gera grein fyrir í umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun mælir með því að framkvæmdin verði tilkynnt til ákvörðunar um matsskyldu samhliða vinnslu og kynningu aðal- og deiliskipulags.Viðbrögð: Metin verða umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar og gerð grein fyrir þeim í umhverfisskýrslu. Þegar hefur verið fjallað um umhverfisáhrif Bakkavegar og Húsavíkurhafnar og birti Skipulagsstofnun niðurstöðu sína þar að lútandi í apríl 2014.2. Gæta verður þess að í greinargerð verði fjallað um alla breytingarþætti, þar með talið lengingu hafnarbakka á autanverðum Bökugarði auk tilfærslu brimvarnar til norðurs að vestanverðu.Viðbrögð: Í greinargerð verður fjallað um alla breytingarþætti skipulagstillögunnar.3. Sýna skal á uppdrætti gildandi aðalskipulag með staðfestum breytingum frá 2014.Viðbrögð: Sýndur verður gildandi aðalskipulagsuppdráttur.4. Minnt er á að kynna þarf skipulagstillöguna á vinnslustigi áður en hún er samþykkt til auglýsingar.Viðbrögð: Frumtillaga að umræddri aðalskipulagsbreytingu var kynnt á opnu húsi þann 9. september s.l. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðulands Eystra (HNE) frá 29. september kemur fram: 5. HNE bendir á að um er að ræða umtalsverða breytingu á hafnarsvæði og nauðsynlegt sé að gerð verði grein fyrir hugsanlegum áhrifum sjávarfallastrauma og öðrum umhverfisáhrifum.Viðbrögð: Metin verða umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar og gerð grein fyrir í umhverfisskýrslu.6. HNE telur að miðað við fyrirliggjandi áform hverfi síðasta fjaran í norðurhöfn undir landfyllingu. Ljóst sé að fjaran hafi verndargildi og spurning hvort ekki sé tilefni til að varðveita hana.Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í fyrirliggjandi skipulagshugmyndum sé einmitt lítið sem ekkert gengið á síðustu fjöruna í norðurhöfn þar sem nefndin telur hana hafa verndargildi.7. Fram þurfi að koma hvernig staðið verði að framkvæmdum, s.s. hversu langan tíma framkvæmdin tekur, hvaða tæki þurfi við framkvæmdina og hver verði hljóðstyrkur meðan á framkvæmdum stendur.Viðbrögð: Fjallað verður um umhverfisáhrifs skipulagsbreytingarinnar eftir því sem við á á aðalskipulagsstigi. Í skipulagi verður gert ráð fyrir takmörkunum á vinnutíma við framkvæmdir.8. Mikilvægt er að íbúar á Bakkanum fái að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir og þeir upplýstir um möguleg óþægindi sem þeir verða fyrir með aukinni umferð og stafsemi með tilliti til hækkunar hljóðstigs.Viðbrögð: Skipulagstillagan verður kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisstofnun gerir í bréfi sínu frá 30. september ekki athugasemd við skipulagslýsinguna, en vekur athygli á því að opin landfylling flokkast sem varp í hafið sbr. lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.Viðbrögð: Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til viðbragða. Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 10. október að stofnunin geri ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.Viðbrögð: Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til viðbragða. Vigfús Sigurðsson kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram komu við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að tillagan að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 36 gr. og 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að tillagan að aðalskipulagsbreytingunni verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 36. gr. og 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar. Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna og óskar bókað:
Undirritaður hefði viljað sjá ítarlegri gögn og greiningu á þörfinni fyrir svæði H2. Þá hefði undirritaður vilja sjá aðrar útfærslur á fyrirhugaðri uppfyllingu. Segir í greinargerð að svæðið muni nýtast ef sjóflutningar hefjast og að flutningastarfssemi þurfi meira rými án þess að vísað sé til frekari gagna í því sambandi. Þá segir í greinargerð að gert sé ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á austasta hluta uppfyllingarinnar, 500 metra frá Bökugarði og innan um iðnaðarhúsnæði. Slíkt hús mun ekki nýtast fyrir þessa farþega eða vera ”aðdráttarafl fyrir ferðamenn“ eins og segir í greinargerð. Við lestur greinargerðarinnar fær undirritaður það á tilfinninguna að hún sé réttlæting á því að fara með efni úr göngunum sem stystu og ódýrustu leiðina, þ.e. að sturta því í höfnina.
Hafnarsvæðið á Húsavík er eitt það fallegasta á landinu og er ný landfylling svolítið úr takt við þá þróun sem önnur sveitarfélög hafa verið að fara í, þ.e. að vernda landslag og ásjónu þess og horfa til þess að draga á svæðið líflega starfssemi eins og veitingahús og/eða aðra menningartengda þjónustu. Sem dæmi um þetta eru til dæmis gamla Reykjarvíkurhöfnin og fyrirætlanir Hafnarfjarðar um heildarendurskipulagningu á sínu svæði. Dæmi um líflausa iðnaðarhöfn má finna á Akureyri og ber að varast að það verði okkar hlutskipti hér á Húsavík.
Enn ein iðnaðarlóðin á Húsavík í fegurstu höfn landsins hugnast undirrituðum ekki.

Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarstjórn Norðurþings - 41. fundur - 21.10.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 121. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Erindið var einnig til afgreiðslu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnanefndar.
Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar.
"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðrar landfyllingar innan norðurhafnar auk breytinga á brimvörn og lengingu viðlegukannts Bökugarðs. Umsagnir um skipulagslýsingu bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra og Vegagerðinni. Skipulagsstofnun telur í bréfi sínu frá 24. september að skoða þurfi eftirfarandi atriði í skipulags- og umhverfismatsvinnu:
1. Stækkun hafnarinnar er breyting á höfn fyrir skip stærri en 1.350 tonn. Tillagan fellur því undir lög um umhverfismat áætlana og þarf því að meta áhrif hennar og gera grein fyrir í umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun mælir með því að framkvæmdin verði tilkynnt til ákvörðunar um matsskyldu samhliða vinnslu og kynningu aðal- og deiliskipulags. Viðbrögð:Metin verða umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar og gerð grein fyrir þeim í umhverfisskýrslu. Þegar hefur verið fjallað um umhverfisáhrif Bakkavegar og Húsavíkurhafnar og birti Skipulagsstofnun niðurstöðu sína þar að lútandi í apríl 2014.
2. Gæta verður þess að í greinargerð verði fjallað um alla breytingarþætti, þar með talið lengingu hafnarbakka á austanverðum Bökugarði auk tilfærslu brimvarnar til norðurs að vestanverðu. Viðbrögð:Í greinargerð verður fjallað um alla breytingarþætti skipulagstillögunnar.
3. Sýna skal á uppdrætti gildandi aðalskipulag með staðfestum breytingum frá 2014. Viðbrögð: Sýndur verður gildandi aðalskipulagsuppdráttur.
4. Minnt er á að kynna þarf skipulagstillöguna á vinnslustigi áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Viðbrögð: Frumtillaga að umræddri aðalskipulagsbreytingu var kynnt á opnu húsi þann 9. september s.l. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðulands Eystra (HNE) frá 29. september kemur fram:
5. HNE bendir á að um er að ræða umtalsverða breytingu á hafnarsvæði og nauðsynlegt sé að gerð verði grein fyrir hugsanlegum áhrifum sjávarfallastrauma og öðrum umhverfisáhrifum. Viðbrögð: Metin verða umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar og gerð grein fyrir í umhverfisskýrslu.
6. HNE telur að miðað við fyrirliggjandi áform hverfi síðasta fjaran í norðurhöfn undir landfyllingu. Ljóst sé að fjaran hafi verndargildi og spurning hvort ekki sé tilefni til að varðveita hana.Viðbrögð:Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í fyrirliggjandi skipulagshugmyndum sé einmitt lítið sem ekkert gengið á síðustu fjöruna í norðurhöfn þar sem nefndin telur hana hafa verndargildi.
7. Fram þurfi að koma hvernig staðið verði að framkvæmdum, s.s. hversu langan tíma framkvæmdin tekur, hvaða tæki þurfi við framkvæmdina og hver verði hljóðstyrkur meðan á framkvæmdum stendur. Viðbrögð: Fjallað verður um umhverfisáhrif skipulagsbreytingarinnar eftir því sem við á á aðalskipulagsstigi. Í skipulagi verður gert ráð fyrir takmörkunum á vinnutíma við framkvæmdir.
8. Mikilvægt er að íbúar á Bakkanum fái að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir og þeir upplýstir um möguleg óþægindi sem þeir verða fyrir með aukinni umferð og stafsemi með tilliti til hækkunar hljóðstigs. Viðbrögð: Skipulagstillagan verður kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisstofnun gerir í bréfi sínu frá 30. september ekki athugasemd við skipulagslýsinguna, en vekur athygli á því að opin landfylling flokkast sem varp í hafið sbr. lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Viðbrögð: Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til viðbragða. Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 10. október að stofnunin geri ekki athugasemd við skipulagslýsinguna. Viðbrögð: Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til viðbragða. Vigfús Sigurðsson kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram komu við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að tillagan að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 36 gr.og 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga."
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 122. fundur - 18.11.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 7. nóvember s.l. við fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu Norðurhafnar Húsavíkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að breytingum fyrri uppdráttar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Auk þess að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar felur breytt tillaga í sér nokkru umfangsminni fyllingu innan hafnarinnar í ljósi umræðna og athugasemda þar að lútandi frá því að fyrri skipulagstillaga var kynnt. Breytingin felur í sér að ný fylling verði 1,7 ha að flatarmáli í stað 1,9 ha og rýmra svæði skilið eftir óskert við Naustafjöru.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt skipulagstillaga verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að breytt skipulagstillaga verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Í breyttri tillögu er komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

FÞ fulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 7. nóvember s.l. við fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu Norðurhafnar Húsavíkur.
Fþ fulltrúi kynnti tillögu Mannvits að breytingum fyrri uppdráttar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Auk þess að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar felur breytt tillaga í sér nokkru umfangsminni fyllingu innan hafnarinnar í ljósi umræðna og athugasemda þar að lútandi frá því að fyrri skipulagstillaga var kynnt. Breytingin felur í sér að ný fylling verði 1,7 ha að flatarmáli í stað 1,9 ha og rýmra svæði skilið eftir óskert við Naustafjöru.

Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt skipulagstillaga verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 42. fundur - 25.11.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi frá 122. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 7. nóvember s.l. við fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu Norðurhafnar Húsavíkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að breytingum fyrri uppdráttar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Auk þess að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar felur breytt tillaga í sér nokkru umfangsminni fyllingu innan hafnarinnar í ljósi umræðna og athugasemda þar að lútandi frá því að fyrri skipulagstillaga var kynnt. Breytingin felur í sér að ný fylling verði 1,7 ha að flatarmáli í stað 1,9 ha og rýmra svæði skilið eftir óskert við Naustafjöru.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt skipulagstillaga verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga."

Erindið var einnig tekið fyrir á 45. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þar sem það var samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar óbreytt.

Til máls tóku: Kjartan, Sif, Jónas, Örlygur og Óli.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 124. fundur - 14.01.2015

Athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Athugasemd barst frá Jónasi Einarssyni og Kjartani Páli Þórarinssyni með bréfi dags. 9. janúar 2015. Þeir telja rétt að minnka fyrirhugaða fyllingu innan hafnar nálega um helming. Þeir telja ekki rökstudda þörf á áætluðum iðnaðarlóðum á fyllingunni og minna á að mögulegt væri að tengja iðnaðarsvæði á Höfða betur við hafnarsvæðið til að létta á þörf á uppfyllingarsvæði við höfnina. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir uppfyllingum undir hafnarstarfsemi í Stangarbakkafjöru og því yrði ferðaþjónusta á miðhafnarsvæði umkringd iðnaðarlóðum nái þetta skipulag fram að ganga.
Engar aðrar athugasemdir bárust innan tilskilins athugasemdafrests við aðalskipulagsbreytinguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 6. janúar 2015 að ekki væri gerð athugasemd við breytinguna og Umhverfisstofnun tilkynnti samsvarandi með tölvupósti dags. 12. janúar.
Jónas Einarsson vék af fundi við umfjöllun þeirrar einu athugasemdar sem barst.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur að eftirspurn eftir landi á norðurhafnarsvæði verði til lengri tíma meiri en raunhæft er að útbúa með landfyllingum þegar kemur til aukinna umsvifa við höfnina í tengslum við uppbyggingu stóriðju á Bakka. Skortur á landi við stórskipaaðstöðu er líklegur til að verða flöskuháls við uppbyggingu á iðnaðarsvæði á Bakka. Mikilvægt sé að nýta það malarefni sem til fellur við fyrirhugaða jarðgangnagerð í Húsavíkurhöfða til að útbúa sem hagkvæmasta landfyllingu nærri hafnaraðstöðunni fremur en að aka því í gegn um hafnarsvæðið til fyllingar í Stangarbakkafjöru. Þegar hefur einum hektara lands á norðurhafnarsvæðinu verið ráðstafað til fyrsta aðila sem hefur í hyggju að byggja upp á Bakka og því lítið land eftir fyrir aðra aðila. Flestum lóðum á athafnasvæðinu á Höfða hefur þegar verið ráðstafað og ekki á forræði sveitarfélagsins að úthluta þeim. Nefndin telur því skýra þörf fyrir því svæði sem ætlunin er að fylla upp skv. þeirri skipulagstillögu sem kynnt var. Nefndin tekur undir þau sjónarmið bréfritara að mikilvægt sé að tengja athafnasvæði á Höfða betur við höfnina og mun það skoðað við gagngera endurskoðun á deiliskipulagi á Höfða þegar fram líða stundir.

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar fellst ekki á skerðingu þeirrar fyllingar sem lögð var til í skipulagstillögunni og leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda tillöguna til staðfestingar á Skipulagsstofnun.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 49. fundur - 14.01.2015

Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingu aðalskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings tók tillöguna fyrir í dag -sjá bókun þeirrar nefndar- og samþykkti að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og byggingarnefndar verði samþykkt óbreytt.

Nefndin tekur undir sjónarmið skipulags- og byggingarnefndar um að vandað verði til verka við mótun landfyllingar og fyrirhugaðarar uppbyggingar á henni enda áberandi staður í bæjarmyndinni.

Kjartan Páll vék af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 44. fundur - 20.01.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi skipulags og byggingarnefndar og á 49. fundi framkvæmda og hafnanefndar en athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er liðinn. Athugasemdir bárust frá Jónasi Einarssyni og Kjartani Páli Þórarinssyni.

Meirihluti skipulags og byggingarnefndar fellst ekki á skerðingu þeirra fyllingar sem lögð var til í skipulagstillögunni og leggur til við framkvæmda og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tóku: Kjartan Páll, Sif, Óli og Gunnlaugur.

Eftirfarandi bókun er lögð fram:
Undirritaðir kjósa að stija hjá við aktvæðagreiðsluna varðandi mál er tengjast uppfyllingu í Húsavíkurhöfn, þar sem aðrar leiðir hefðu verið fýsilegri. Landfylling er mikilvægur liður í uppbyggingu á Bakka sem undirritaðir styðja heils hugar.

Kjartan Páll Þórarinsson - sign
Jónas Einarssonar - sign

Fyrirliggjandi tillaga skipulags og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Óla, Olgu, Ernu, Sifjar, Soffíu og Örlygs.
Kjartan Páll og Jónas sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.