Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

44. fundur 20. janúar 2015 kl. 16:15 - 17:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur að kjósa varamann í framkvæmda og hafnanefnd, varamann í fræðlsu og menningarnefnd ásamt aðalmanni í húsnefnd Heiðarbæjar fyrir Einar Magnús Einarsson.
Fyrir liggur tillaga að í stað Einars Magnúsar Einarssonar, varamanns í framkvæmda og hafnanefnd komi Arnar Guðmundsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fyrir liggur tillaga að í stað Einars Magnúsar Einarssonar, varamanns í fræðslu og menninngarnefnd komi Þór Stefánsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fyrir liggur tillaga að í stað Einars Magnúsar Einarsson sem aðalmanns í stjórn Heiðarbæjar komi Trausti Aðalsteinsson og í stað Trausta Aðalsteinssonar sem varamanns í stjórn Heiðarbæjar komi Erna Björnsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Verklagsreglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 201412066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 45. fundi fræðslu og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að verklagsreglum vegna leik- og grunnskóla og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tók: Kristján Þór.

Fyrirliggjandi tillögur fræðslu og menningarnefndar samþykktar samhljóða.

3.Skipulagsbreytingar hjá félagsþjónustu

Málsnúmer 201411107Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 46. fundi félags og barnavendarnefndar.
Eftirfarnadi er afgreiðsla nefndarinnar:

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings samþykkir breytingar á skipulagi félagsþjónustu Norðurþings, skv. framlagðri greinargerð um skipulagsbreytingarnar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að innleiðingu skipulagsins, s.s. með uppsögnum tveggja deildarstjóra og tveggja forstöðumanna á sviðinu. Miðað er við að breytingin taki gildi 1. maí 2015.
Til máls tóku: Soffía og Kristján Þór.

Soffía leggur til að bæjarstjórn Norðurþings samþykki framkomna tillögu félagsmála og barnaverndarnefndar um skipulagsbreytingu á Félagsþjónustu Norðurþings með þeim fyrirvara að þjónusturáð aðildarsveitarfélaganna samþykki einnig breytingarnar.

Afgreiðslutillaga Soffíu afgreidd samhljóða.

4.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag

Málsnúmer 201406093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 48. fundi framkvæmda og hafnanefndar.

Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

Fyrirséð eru aukin umsvif og uppbygging hafnarstarfsemi sveitarfélagsins. Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipuð verði sérstök hafnarstjórn, sem taki við verkefnum er varða hafnir sveitarfélagsins.
Fyrirliggjandi tillaga framkvæmda og hafnanefndar samþykkt samhljóða.

5.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar

Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi skipulags og byggingarnefndar og á 49. fundi framkvæmda og hafnanefndar en athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er liðinn. Athugasemdir bárust frá Jónasi Einarssyni og Kjartani Páli Þórarinssyni.

Meirihluti skipulags og byggingarnefndar fellst ekki á skerðingu þeirra fyllingar sem lögð var til í skipulagstillögunni og leggur til við framkvæmda og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tóku: Kjartan Páll, Sif, Óli og Gunnlaugur.

Eftirfarandi bókun er lögð fram:
Undirritaðir kjósa að stija hjá við aktvæðagreiðsluna varðandi mál er tengjast uppfyllingu í Húsavíkurhöfn, þar sem aðrar leiðir hefðu verið fýsilegri. Landfylling er mikilvægur liður í uppbyggingu á Bakka sem undirritaðir styðja heils hugar.

Kjartan Páll Þórarinsson - sign
Jónas Einarssonar - sign

Fyrirliggjandi tillaga skipulags og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Óla, Olgu, Ernu, Sifjar, Soffíu og Örlygs.
Kjartan Páll og Jónas sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

6.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar

Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi skipulags og byggingarnenfdar og á 49. fundi framkvæmda og hafnanefndar en athugasemdarfrestur vegna tillögu að breytingu deiliskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er liðinn. Athugasemdir bárust frá 3 aðilum. Jónasi Einarssyni og Kjartani Páli Þórarinssyni, Per Langsöe Christensen og að lokum Eimskip ehf.

Meirihluti skipulags og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda og hafnanefnd sem og bæjarstjórn, að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til í afgreiðslu nefndarinnar.
Tillaga skipulags og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Óla, Olgu, Ernu, Sifjar, Soffíu og Örlygs.
Kjartan Páll og Jónas sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

7.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 48

Málsnúmer 1501001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 48. fundar framkvæmda og hafnanefndar.
Fundargerð 48. fundar framkvæmda og hafnanefndar lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð Norðurþings - 126

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 126. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku undir dagskrálið 3 í fundargerðinni: Soffía og Kristján Þór.

Fundargerð 126. fundar bæjarráðs lögð fram.

9.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 38

Málsnúmer 1501002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 38. fundar tómstunda og æskulýðsnefndar.
Til máls tók undir fundargerðinni: Kjartan Páll
Til máls tók undir 2. dagskrárlið fundargerðarinnar: Erna

Fundargerð 38. fundar tómstunda og æskulýðsnefndar lögð fram.

10.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 124

Málsnúmer 1501007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 124. fundar skipulags og byggingarnefndar.
Fundargerð 124. fundar skipulags og byggingarnefndar lögð fram.

11.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 45

Málsnúmer 1501005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 45. fundar fræðslu og menningarnefndar.
Fundargerð 45. fundar fræðslu og menningarnefndar lögð fram.

12.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 49

Málsnúmer 1501008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar 49. fundur framkvæmda og hafnanefndar.
Til máls tóku undir 6. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kjartan Páll, Örlygur, Soffía, Gunnlaugur, Jónas og Óli.
Til máls tóku undir 7. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kjartan Páll, Örlygur og Kristján Þór.

Fundargerð 49. fundar framkvæmda og hafnanefndar lögð fram.

13.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 46

Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 46. fundar félags og barnaverndarnefndar.
Fundargerð 46. fundar félags og barnaverndarnefndar löðg fram.

14.Bæjarráð Norðurþings - 127

Málsnúmer 1501009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar 127. fundur bæjarráðs.
Fundargerð 127. fundar bæjarráðs lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:20.