Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar

Málsnúmer 201406082

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014

Vigfús Sigurðsson kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar til samræmis við áður samþykktar breytingar á aðalskipulagi sem og þeirri breytingu sem fjallað var um hér á undan. Skipulagsráðgjafi leggur til að deiliskipulög Norðurhafnar og Naustagarðs verði sameinuð í eitt deiliskipulag, enda lendi fyrirhuguð fylling innan beggja skipulagsreita. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að sameina deiliskipulögin í eitt. Farið verði með deiliskipulagsbreytingarnar sem skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Nefndin telur ekki þörf á gerð sérstakrar lýsingar enda skýr grein gerð fyrir meginbreytingum deiliskipulaga í áðurnefndum aðalskipulagsbreytingum. Skipulagstillögu, eins og hún var kynnt, er vísað til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarnefnd. Skipulagsráðgjafa er falið að vinna tillöguna áfram til samræmis við umræður á fundinum og mögulegum ábendingum framkvæmda- og hafnanefndar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir erindi sem tekið var fyrir í skipulags- og byggingarnefnd 01.07.2014. Gaukur sat fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar á þessu stigi.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 119. fundur - 12.08.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytt drög að breytingum deiliskipulaga á norðanverðu hafnarsvæði Húsavíkur sem áður voru til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd vísar skipulagstillögunni til skoðunar í framkvæmda- og hafnanefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 120. fundur - 16.09.2014

Vigfús Sigurðsson kynnti tillögu að deiliskipulagi norðurhafnarsvæðis til samræmis við fyrirhugaða landfyllingu. Ragnar Hermannsson kynnti hugmyndir að uppbyggingu við slippinn.

Skipulagsráðgjafa er falið að að halda áfram með skipulagstillöguna til samræmis við umræður á fundinum. M.a. verði teiknuð tillaga að byggingarreitum við slippinn sem heimili uppbyggingu aðstöðuhúss fyrir þá starfsemi. Nefndin vísar fyrirliggjandi hugmyndum til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir hugmynd að deiliskipulagi norðurhafnarsvæðis til samræmis við fyrirhugaða landfyllingu og kynnti líka hugmynd um uppbyggingu við slippinn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir s&b nefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 121. fundur - 14.10.2014

Vigfús Sigurðsson gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi norðurhafnar. Skipulags- og byggingarnefnd telur að skipulagstillagan sé í samræmi við umræður á síðasta fundi. Hún leggur þó til að hámarkshæð húsa á svæði H2 og við Slippinn verði 8 m. Með þeirri breytingu leggur nefndin til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún er lögð fram. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar. Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna og vísar til fyrri bókunar.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarstjórn Norðurþings - 41. fundur - 21.10.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 121. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Erindið var einnig til afgreiðslu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnanefndar.
Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar. "Vigfús Sigurðsson gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi norðurhafnar. Skipulags- og byggingarnefnd telur að skipulagstillagan sé í samræmi við umræður á síðasta fundi. Hún leggur þó til að hámarkshæð húsa á svæði H2 og við Slippinn verði 8 m. Með þeirri breytingu leggur nefndin til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram."
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 122. fundur - 18.11.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að deiliskipulagi Norðurhafnar Húsavíkur. Ný tillaga tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar við fyrri tillögu, auk þess sem fyrirhuguð ný landfylling innan hafnar er minnkuð úr 1,9 ha í 1,7 ha að flatarmáli eins og gerð er grein fyrir hér að ofan í umfjöllun um aðalskipulagsbreytingu.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða breytingu aðalskipulags.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Norðurhafnar á Húsavík verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Í breyttri tillögu er komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar þannig að fylling innan hafnar er minnkuð úr 1,9 ha í 1, ha.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að deiliskipulagi Norðurhafnar Húsavíkur. Ný tillaga tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar við fyrri tillögu, auk þess sem fyrirhuguð ný landfylling innan hafnar er minnkuð úr 1,9 ha í 1,7 ha að flatarmáli eins og gerð er grein fyrir hér að ofan í umfjöllun um aðalskipulagsbreytingu.

Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða breytingu aðalskipulags.

Bæjarstjórn Norðurþings - 42. fundur - 25.11.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi frá 122. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að deiliskipulagi Norðurhafnar Húsavíkur. Ný tillaga tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar við fyrri tillögu, auk þess sem fyrirhuguð ný landfylling innan hafnar er minnkuð úr 1,9 ha í 1,7 ha að flatarmáli eins og gerð er grein fyrir hér að ofan í umfjöllun um aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða breytingu aðalskipulags."

Erindið var einnig tekið fyrir á 45. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þar sem það var samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar óbreytt.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 124. fundur - 14.01.2015

Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingu deiliskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.
1. Jónas Einarsson og Kjartan Páll Þórarinsson, bréf dags. 9. janúar 2015: Jónas og Kjartan Páll telja rétt að minnka fyrirhugaða fyllingu innan hafnar um nálega helming frá þeim áformum sem kynnt voru í deiliskipulagstillögu. Þeir telja ekki rökstudda þörf á áætluðum iðnaðarlóðum á fyllingunni og minna á að mögulegt væri að tengja iðnaðarsvæði á Höfða betur við hafnarsvæðið til að létta á þörf á uppfyllingarsvæði við höfnina. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir uppfyllingum undir hafnarstarfsemi í Stangarbakkafjöru og því yrði ferðaþjónusta á miðhafnarsvæði umkringd iðnaðarlóðum nái þetta skipulag fram að ganga.
2. Per Langsöe Christensen, bréf dags 9. janúar 2015: Per telur að ekki eigi að heimila 8 m háar byggingar sjávarmegin við veginn um Naustafjöru og Norðurgarð. Leggur hann til að hámarkshæð húsa á nýjum lóðum verði 5 m eða etv. 6 m á lóð við slippinn í Naustafjöru.
3. Eimskip ehf, tölvupóstur dags. 7. janúar 2015: Gerð er athugasemd við að felldur er út byggingarreitur innan lóðar þeirra frá fyrra deiliskipulagi, form lóðar er annað en á fyrra skipulagi og skilmála vantar fyrir lóðina. Óskað er eftir að byggingarreitur verði útvíkkaður skv. meðfylgjandi teikningu, heimila megi allt að 12 m háa byggingu á lóðinni og nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,3 eins og gildir um nærliggjandi lóðir.

Ekki bárust aðrar athugasemdir innan tilskilins athugasemdafrests við deiliskipulagstillöguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 6. janúar 2015 að ekki væri gerð athugasemd við skipulagstillöguna og Umhverfisstofnun tilkynnti samsvarandi með tölvupósti dags. 12. janúar.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar innkomnar athugasemdir. Eftirfarandi eru tillögur skipulags- og byggingarnefndar að úrvinnslu athugasemdanna:
1. Afstaða nefndarinnar til flatarmáls landfyllingar er bókuð í 2. lið þessara fundargerðar vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og vísast í þá bókun.
2. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Pers að hluta. Nefndin leggur til að heimiluð hæð húsa við dráttarbraut og fyrirhugaða björgunarstöð verði 6,5 m. Óbreytt hæðarmörk verði hinsvegar á öðrum lóðum á reitum H1 og H2. Núverandi skemma Eimskips er um 8 m há og hæðarmörk því til samræmis við þegar byggða byggingu á svæðinu.
3. Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök að fella niður byggingarreit á lóð Eimskips og fellst á að skilgreina byggingarreit innan lóðarinnar skv. tillögum skipulagsráðgjafa. Nefndin fellst ekki á að heimila 12 m háa byggingu á þeim reit, en miðar við þá hæð sem er skv. gildandi deiliskipulagi sem er 10 m. Nýtingarhlutfall lóðar verði 0,3 eins og gildir um aðrar lóðir á svæðinu. Afmörkun lóðar í skipulagstillögunni er skv. gildandi lóðarsamningi sem víkur nokkuð frá fyrra skipulagi, að ósk fyrrverandi lóðarhafa.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að inn í kafla greinargerðar um skipulagssvæðið verði felldur inn texti: "Allur undirbúningur nýframkvæmda á svæðinu verði vandaður og fenginn arkitekt/landslagsarkitekt í landmótun og hönnun á m.a. aðlaðandi gönguleið meðfram sjónum."

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd, sem og bæjarstjórn, að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar eftir breytingu aðalskipulags skv. 2. lið fundargerðarinnar. Jónas sat hjá við þessa afgreiðslu.

Röðull fór af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 49. fundur - 14.01.2015

Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingu deiliskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings tók tillöguna fyrir í dag -sjá bókun þeirrar nefndar- og samþykkti að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og byggingarnefndar verði samþykkt óbreytt.

Nefndin tekur undir sjónarmið skipulags- og byggingarnefndar um að vandað verði til verka við mótun landfyllingar og fyrirhugaðarar uppbyggingar á henni enda áberandi staður í bæjarmyndinni.

Kjartan Páll vék af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 44. fundur - 20.01.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi skipulags og byggingarnenfdar og á 49. fundi framkvæmda og hafnanefndar en athugasemdarfrestur vegna tillögu að breytingu deiliskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er liðinn. Athugasemdir bárust frá 3 aðilum. Jónasi Einarssyni og Kjartani Páli Þórarinssyni, Per Langsöe Christensen og að lokum Eimskip ehf.

Meirihluti skipulags og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda og hafnanefnd sem og bæjarstjórn, að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til í afgreiðslu nefndarinnar.
Tillaga skipulags og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Óla, Olgu, Ernu, Sifjar, Soffíu og Örlygs.
Kjartan Páll og Jónas sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.