Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

122. fundur 18. nóvember 2014 kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun skipulags- og bygggingarnefndar 2015

Málsnúmer 201411060Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna skipulagsmála (liður 09) m.v. úthlutaðan ramma frá fundi bæjarráðs þann 17. nóvember.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa á uppskiptingu fjárhagsramma og vísar henni til umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn óbreyttri.

2.Breyting aðalskipulags vegna efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409033Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 varðandi móttökusvæði fyrir jarðveg við Fjallsafleggjara. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Umhverfisstofnun en þær innifólu ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Ekki bárust athugasemdir frá öðrum aðilum. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags vegna móttökusvæðisins sem unnin hefur verið hjá Alta ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

3.Deiliskipulag efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409053Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna tillögu að deiliskipulagi móttökusvæðis fyrir jarðveg við Fjallsafleggjara. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Umhverfisstofnun, en þær innihéldu ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Engar aðrar athugasemdir hafa borist við lýsinguna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi vegna móttökusvæðisins sem unnin hefur verið hjá Eflu verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar

Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 7. nóvember s.l. við fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu Norðurhafnar Húsavíkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að breytingum fyrri uppdráttar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Auk þess að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar felur breytt tillaga í sér nokkru umfangsminni fyllingu innan hafnarinnar í ljósi umræðna og athugasemda þar að lútandi frá því að fyrri skipulagstillaga var kynnt. Breytingin felur í sér að ný fylling verði 1,7 ha að flatarmáli í stað 1,9 ha og rýmra svæði skilið eftir óskert við Naustafjöru.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt skipulagstillaga verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

5.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar

Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að deiliskipulagi Norðurhafnar Húsavíkur. Ný tillaga tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar við fyrri tillögu, auk þess sem fyrirhuguð ný landfylling innan hafnar er minnkuð úr 1,9 ha í 1,7 ha að flatarmáli eins og gerð er grein fyrir hér að ofan í umfjöllun um aðalskipulagsbreytingu.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða breytingu aðalskipulags.

6.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Rætt var um gildandi deiliskipulag miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Skipulags- og byggingarnefnd telur tilefni til að endurskoða nokkur atriði í gildandi deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur á komandi ári ef fjárveitingar fást til skipulagsvinnunar við gerð fjárhagsáætlunar.

7.Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd telur brýnt að vinna sem fyrst tillögu að deiliskipulagi fyrir s.k. Öskjureit á Húsavík. Fyrir liggur talsverð grunnvinna þar að lútandi en eiginleg skipulagsvinna hefur setið á hakanum. Nefndin leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði fjármunum til skipulagsvinnu þessa svæðis sem fyrst.

8.Steinsteypir ehf. óskar eftir viðræðum um lóð við Haukamýri

Málsnúmer 201410073Vakta málsnúmer

Óskað er eftir viðræðum um allt að 2 ha lóð undir starfsemi fyrirtækisins norður af lóð Vegagerðarinnar við Haukamýri.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að teknar verði upp viðræður við Steinsteypi um skipulagingu lóðar undir steypustöð.

9.Hildur Jóhannsdóttir og Jón Guðmundsson, Leirhöfn óska eftir leyfi til að skipta landi út úr jörðinni og stofna sem séreign

Málsnúmer 201411013Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun sjálfstæðs jarðarhluta út úr Leirhöfn (lnr. 154.185). Jarðarhlutinn verði ekki hnitsettur á þessu stigi en teldist 5% af óskiptu landi Leirhafnarjarðarinnar í heild. Lagt er til að heiti nýs lands verði Leirhöfn II.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjastjórn að fallist verði á útskiptingu landsins fyrir hönd sveitarfélagsins og jafnframt það nafn á jarðarhlutann sem umsækjandi tilgreinir.

10.Fasteignafélag Húsavíkur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Vallholtsveg 9

Málsnúmer 201410086Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir viðbyggingu við húsið að Vallholtsvegi 9. Fyrir liggur rissmynd af fyrirhuguðum breytingum og skriflegt samþykki næstu nágranna fyrir viðbyggingunni.Skipulags- og byggingarnefnd telur grenndarkynningu umsækjanda nægjanlega og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir fyrihugaðri byggingu þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.Örlygur Hnefill vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

11.Heilsuárið 2015

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf frá vinnuhópi um lýðheilsutengd verkefni dags. 15. október s.l. Þar er óskað eftir að nefndir Norðurþings ræði lýðheilsumál og komi fram með hugmyndir er gætu nýst í þeirri vinnu sem snýr að því að efla lýðheilsu innan sveitarfélagsins Norðurþings.Nefndin kynnti sér málefnið og mun styðja við starf vinnuhópsins eftir því sem tök eru á.

12.Faglausn ehf. f.h Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands sækir um leyfi til breytinga og endurbóta á íbúðarhúsinu að Uppsalavegi 30

Málsnúmer 201410003Vakta málsnúmer

Óskað var eftir leyfi fyrir ýmiskonar breytingum á íbúðarhúsinu að Uppsalavegi 30 á Húsavík. Breytingar felast í bættu aðgengi að húsinu, einangrun og utanhússklæðningu, endurnýjun glugga ofl.Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 7. nóvember s.l. Lagt fram.

13.Eimskip óskar eftir leyfi til að skipta um klæðningar á skemmu að Norðurgarði 4

Málsnúmer 201410066Vakta málsnúmer

Óskað var eftir leyfi til að skipta um klæðningu á vöruskemmu að Norðurgarði 4 á Húsavík. Gert er ráð fyrir að húsið verði klætt með stálsamlokueiningum með auðbrennanlegu plasti í þaki til reykræstingar. Burðarvirki verði styrkt.
Erindið var samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22. október s.l.
Lagt fram.

14.Jón Grímsson f.h. Verslunarhússins á Kópaskeri ehf. sækir um leyfi til að gera nýjar vörudyr á Bakkagötu 10

Málsnúmer 201410083Vakta málsnúmer

Óskað var eftir leyfi til að gera nýjar vörudyr á verslunarhúsið að Bakkagötu 10 á Kópaskeri. Stærð dyraops er 150x200 cm.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 29. október s.l.
Lagt fram.

15.Faglausn ehf. f.h. Grundargarðs 5 og 7 húsfélags sækir um leyfi til að setja glugga í stað viðrunarhurða á íbúðirnar

Málsnúmer 201410085Vakta málsnúmer

Óskað var eftir leyfi til að setja glugga í stað viðrunarhurða í stafna Grundargarðs 5 og 7.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 22. október s.l.

16.Gb5 ehf. kynning hugmynda

Málsnúmer 201411062Vakta málsnúmer

Þorgeir Hlöðversson og Hlöðver Stefán Þorgeirsson mættu til fundarins til að kynna hugmyndir lóðarhafa að Garðarsbraut 5 um uppbyggingu frá Garðarsbraut 5 yfir Vallholtsveg og á lóðina að Vallholtsvegi 1. Til kynningarinnar mættu einnig Olga Gísladóttir, Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson og Kristján Þór Magnússon.

Fundi slitið.