Fara í efni

Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 122. fundur - 18.11.2014

Skipulags- og byggingarnefnd telur brýnt að vinna sem fyrst tillögu að deiliskipulagi fyrir s.k. Öskjureit á Húsavík. Fyrir liggur talsverð grunnvinna þar að lútandi en eiginleg skipulagsvinna hefur setið á hakanum. Nefndin leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði fjármunum til skipulagsvinnu þessa svæðis sem fyrst.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 124. fundur - 14.01.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tilboð HVSM Arkitekta vegna gerðar deiliskipulags fyrir Öskjureit.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja skipulagsvinnu í gang á grunnið tilboðs HVSM Arkitekta.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 125. fundur - 10.02.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir s.k. Öskjureit.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að afmarka þurfi reitinn skýrar í skipulagslýsingu. Skipulagssvæðið verði afmarkað af Garðarsbraut í norðri og austri, Árgötu í suðri og Stangarbakka í vestri. Horft verði til þess að frumtillaga að deiliskipulagi verði lögð fyrir fund nefndarinnar í mars n.k. og tillaga til almennrar kynningar verði tilbúin inn á fund skipulagsnefndar í apríl. Tímaramma skipulagsferlis verði breytt í samræmi við þessar hugmyndir í skipulagslýsingu.

Nefndin áréttar að rekstur Öskju var á afmarkaðri lóð í afmarkaðan tíma á svæðinu. Vert væri að leita lengra aftur í söguna að heiti á skipulagssvæðið. Húsavík hefur verið fastur verslunarstaður frá öndverðri 17. öld og væntanlega hefur verslun lengst af verið rekin á þessu svæði.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði sett í kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga með ofantöldum breytingum.

Bæjarstjórn Norðurþings - 45. fundur - 17.02.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir s.k. Öskjureit.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að afmarka þurfi reitinn skýrar í skipulagslýsingu. Skipulagssvæðið verði afmarkað af Garðarsbraut í norðri og austri, Árgötu í suðri og Stangarbakka í vestri. Horft verði til þess að frumtillaga að deiliskipulagi verði lögð fyrir fund nefndarinnar í mars n.k. og tillaga til almennrar kynningar verði tilbúin inn á fund skipulagsnefndar í apríl. Tímaramma skipulagsferlis verði breytt í samræmi við þessar hugmyndir í skipulagslýsingu.

Nefndin áréttar að rekstur Öskju var á afmarkaðri lóð í afmarkaðan tíma á svæðinu. Vert væri að leita lengra aftur í söguna að heiti á skipulagssvæðið. Húsavík hefur verið fastur verslunarstaður frá öndverðri 17. öld og væntanlega hefur verslun lengst af verið rekin á þessu svæði.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði sett í kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga með ofantöldum breytingum.
Til máls tóku: Sif, Friðrik og Kjartan.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir verslunar- og þjónustusvæði norðan Búðarár, s.k. Guðjohnsensreit/Öskjureit.

Athugasemdir hafa eingöngu borist frá Skipulagsstofnun. Stofnunin gerir athugasemdir við að ekki sé fullnægjandi grein gerð fyrir samráðs- og umsagnaraðilum í lýsingunni. Skipulagslýsingin var send formlega á Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit og Minjastofnun sem þar með eru formlegir umsagnaraðilar. Í greinargerð lýsingar er gert ráð fyrir samráði við hagsmunaaðila á svæðinu. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 7. apríl að ekki væru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun minnir á að gera þarf húsakönnun á skipulagssvæðinu áður en skipulagið verður endanlega afgreitt.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti frumhugmyndir Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsráðgjafi óskar jafnframt afstöðu skipulagsnefndar varðandi tiltekna þætti deiliskipulagstillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd lýst vel á fram komna hugmynd, en áréttar að samráð verði haft við lóðarhafa á svæðinu um útfærslur.

1. Nefndin fellst á að byggingarmagn verði aukið á svæðinu í átt til þess sem hugmyndir sýna. Þó verður að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum við samkomuhús en sýnt er á teikningum.
2. Nefndin leggur til að í deiliskipulagi verði gert ráð fyrir einstefnu um Garðarsbraut frá gatnamótum við Öskju að Miðgarði og Árgötu frá Túngötu að Mararbraut.
3. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir í skipulagi að Búðaráin verði í opnum farvegi um gilið og til sjávar.
4. Nefndin leggur til að horft verði til þess að gamla samkomuhúsið fái að standa í lítt breyttri mynd ef raunhæft sannast að unnt sé að styrkja burðarvirki þess á fullnægjandi hátt. Annars verði skilgreint að rífa megi húsið og endurbyggja í svipuðu formi, þó byggingarreitur verði nokkru rýmri en grunnflötur segir til um.
5. Nefndin telur ekki þörf á markaðssvæði við Garðarsbraut suðaustan Landsbanka að svo stöddu.
6. Nefndin leggur til að heiti skipulagssvæðis taki mið af gömlum örnefnum og kallist Búðarvöllur.





Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 128. fundur - 12.05.2015

Farið var yfir atriðalista frá Arnhildi Pálmadóttur arkitekt. Eftirfarandi sjónarmiðum vill nefndin koma á framfæri við skipulagsráðgjafa.

1. Á þessu stigi verði gert ráð fyrir að einstefna verði um Garðarsbraut til austurs frá gatnamótum við Öskju. Ekki verði opnuð leið af Árgötu inn á Mararbraut að svo komnu.
2. Nefndin fellst á framlagða breytingu á bílastæði framan við skóbúð.
3. Nefndin er sammála vangaveltum um styrkingu tengingar Búðarvallar við skrúðgarð sunnan Árholts.
4. Skipulagsnefndin fellst á þá tillögu sem liggur fyrir um opnun farvegs Búðarár.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 129. fundur - 09.06.2015

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt mætti til fundarins og gerði grein fyrir frumhugmyndum að deiliskipulagi Öskjureits. Hún fjallaði m.a. um það samráð sem hún hefur haft við lóðarhafa á svæðinu og vinnu við húsakönnun á svæðinu.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna á almennum fundi frumtillögur að deiliskipulagi svæðisins.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132. fundur - 15.09.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að deiliskipulagi Búðarreits ásamt tilheyrandi húsakönnun.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 51. fundur - 22.09.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi afgreiðsla Skipulags- og bygginganefndar Norðurþings frá 15. september sl:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að deiliskipulagi Búðarreits ásamt tilheyrandi húsakönnun.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Til máls tóku: Óli og Kjartan

Tillaga skipulags- og bygginganefndar var samþykkt samhljóða

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 135. fundur - 24.11.2015

Nú er lokið kynningu á deiliskipulagi Búðarvallar. Athugasemdir og umsagnir bárust frá fimm aðilum.

1. Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 12. nóvember um að hún gerði ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnir með bréfi dags. 6. nóvember að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagstillöguna.
3. Minjastofnun Íslands minnir í bréfi sínu dags. 6. nóvember á mikilvægi svæðisins í sögu Húsavíkur. Þar séu 6 aldursfriðuð hús, eitt til viðbótar umsagnarskylt skv. 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 auk þess sem stofnunin óskar að fá sérstaklega til umsagnar mögulegar breytingartillögur að Samkomuhúsinu að Garðarsbraut 22. Innan skipulagssvæðisins eru skráðir 14 fornleifastaðir. Þó ekki sjáist til fornleifa á yfirborði er viðbúið að minjar um mannvist fyrri tíma leynist þar neðanjarðar. Því þarf að gera sérstakar ráðstafanir áður en farið er í jarðvegsframkvæmdir á reitnum. Þar sem fyrirhugað er að fara í jarðrask innan svæðisins þarf fyrst að grafa könnunarskurði undir stjórn fornleifafræðings til að ganga úr skugga um hvort þar leynist fornleifar. Fjöldi könnunarskurða, umfang þeirra og dreifing yfir fyrirhugaða byggingarreiti skal ákveðin í samráði viðkomandi fornleifafræðings og minjavarðar. Í kjölfar könnunarskurðanna þarf að ákveða nánar hvort og þá undir hvaða skilyrðum framkvæmdir á svæðinu geta haldið áfram. Ennfremur er minnt á að við allar umfangsmiklar framkvæmdir skal sá sem stendur fyrir þeim bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum og vettvangsskráningu fornleifa.
Viðbrögð: Færð verði inn í greinargerð deiliskipulagsins ákvæði um fornleifaathuganir til samræmis við óskir Minjastofnunar. Ennfremur verði sérstaklega tiltekið að samráð verði haft við Minjastofnun áður en heimilaðar eru verulegar breytingar á Samkomuhúsi.
4. Umhverfisstofnun tilkynnir í bréfi dags. 13. nóvember að ekki séu gerðar athugaemdir við skipulagstillöguna er bendir engu að síður á að við suðausturhorn væntanlegrar byggingar nr. 4 er þröngt um göngustíg og mætti huga að því að rýmka þar fyrir aðgengi almennings.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir sjónarmið UST um þrengsli við göngustíg við SA-horn byggingar nr. 4. Byggingarreitur og lóðarmörk verði ekki nær stígnum en 5 m.
5. Víkurraf ehf gerir eftirfarandi athugasemdir með bréfi dags. 14. október: a) Einstefna í Garðarsbraut sé óþörf og muni auka umferð framhjá grunnskóla. b) Gerðar eru athugasemdir við aukið byggingarmagn og fækkun bílastæða á svæðinu. Vandræði skapast ítrekað við núverandi aðstæður vegna bílastæðaskorts, sérstaklega að sumarlagi. c) Vegna aukinnar umferðar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka væri frekar tilefni til að malbika veg um Búðargil heldur en að leggja af núverandi veg.
Viðbrögð: a) Horfið verði frá einstefnu um Garðarsbraut á þessu stigi. Til mótvægis við fækkun bílastæða verði gert ráð fyrir bílastæðum inni á lóð nr. 2. b) Skipulags- og byggingarnefnd telur nægilegan fjölda bílastæða á svæðinu þrátt fyrir aukið byggingarmagn skv. skipulagstillögunni. c) Opnun farvegs Búðarár í Búðargili er í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Nefndin telur ekki pláss fyrir slitlagða götu í gilinu samhliða ánni.
6. Lagnatak ehf mótmælir harðlega skerðingu lóðar að Garðarsbraut 20b eins og fyrirhugað er í kynntri tillögu að deiliskipulagi.
Viðbrögð: Ekki er til þinglýstur lóðarsamningur fyrir lóðina að Garðarsbraut 20b og þannig nokkuð óljóst hversu stór hún skal vera. Það flatarmál lóðar sem skráð er í fasteignaskrá er skv. lóðarblaði sem varla hefur lögformlegt gildi. Nefndin felur byggingarfulltrúa að ræða nánar við lóðarhafa um ný lóðarmörk.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að ofangreindum breytingum í deiliskipulagstillöguna. Stefnt verði að frekari afgreiðslu skipulagstillögunnar á næsta fundi.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 136. fundur - 20.01.2016

Lokið er kynningu á deiliskipulagi Búðarvallar. Athugasemdir og umsagnir bárust frá fimm aðilum og voru þær til umfjöllunar á síðasta fundi.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sínum við lóðarhafa að Garðarsbraut 20c. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðin að Garðarsbraut 20c verði breikkuð um 4 m til austurs frá kynntri tillögu vegna athugasemdar lóðarhafa. Að öðru leyti leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem samþykktar voru á síðasta fundi nefndarinnar.


Bæjarstjórn Norðurþings - 54. fundur - 26.01.2016

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 136. fundi skipulags og bygginganefndar Norðurþings:
"Lokið er kynningu á deiliskipulagi Búðarvallar. Athugasemdir og umsagnir bárust frá fimm aðilum og voru þær til umfjöllunar á síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sínum við lóðarhafa að Garðarsbraut 20c. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðin að Garðarsbraut 20c verði breikkuð um 4 m til austurs frá kynntri tillögu vegna athugasemdar lóðarhafa. Að öðru leyti leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem samþykktar voru á síðasta fundi nefndarinnar."


Til máls tók Sif.

Tillagan var samþykkt samhljóða.