Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

128. fundur 12. maí 2015 kl. 14:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Í ljósi lóðarfyrirspurna og þess að fátt er um lausar iðnaðarlóðir við Húsavík utan Bakka leggur skipulags- og byggingarfulltrúi til að farið verði í vinnu við gerð nýs deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Kaldbaksleiti (I5). Fyrirliggjandi deiliskipulag frá 1997 nær ekki yfir allt iðnaðarsvæðið og er að mörgu leyti úrelt.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag svæðisins.

2.Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer

Farið var yfir atriðalista frá Arnhildi Pálmadóttur arkitekt. Eftirfarandi sjónarmiðum vill nefndin koma á framfæri við skipulagsráðgjafa.

1. Á þessu stigi verði gert ráð fyrir að einstefna verði um Garðarsbraut til austurs frá gatnamótum við Öskju. Ekki verði opnuð leið af Árgötu inn á Mararbraut að svo komnu.
2. Nefndin fellst á framlagða breytingu á bílastæði framan við skóbúð.
3. Nefndin er sammála vangaveltum um styrkingu tengingar Búðarvallar við skrúðgarð sunnan Árholts.
4. Skipulagsnefndin fellst á þá tillögu sem liggur fyrir um opnun farvegs Búðarár.

3.Vegagerðin óskar eftir leyfi til að gera slóða að Skurðsbrúnanámu E-26A

Málsnúmer 201505017Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að leggja slóða að fyrirhugaðri námu í Skurðsbrúnum (E-26A). Slóðinn yrði um 900 m langur frá núverandi vegslóða við Húsavíkurfjall. Leiðin verði notuð sem bráðabirgðaaðkomuleið á námusvæðið meðan námuvegur er ekki tilbúinn.

Skipulags- og byggingarnefnd telur rask við gerð vegslóðans lítið og heimilar því Vegagerðinni að leggja slóðann.

4.Faglausn ehf. f.h.Jónasar Sigmarssonar óskar eftir framlengingu á fresti til að skila inn teikningum af íbúðarhúsi að Lyngholti 3

Málsnúmer 201505037Vakta málsnúmer

Óskað er eftir fresti til byrjunar júlí 2015 til að skila inn teikningum af húsi á lóðina að Lyngholti 3.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að veita lóðarhafa frest til 30. júní n.k. til að skila inn fullnægjandi aðalteikningum af húsinu.

5.Faglausn ehf. f.h. Saltvíkur ehf. sækir um leyfi til að breyta gömlu fjósi og hlöðu í Saltvík í gistirými

Málsnúmer 201505038Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að breyta gömlum útihúsum í Saltvík í gistirými og geymslu. Fyrir liggja teikningar unnar af Almari Eggertssyni.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á breytta notkun hússins og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi teikningar hafa borist.

6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, Húsavík v. Höfða

Málsnúmer 201504038Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um leyfi fyrir sölu gistingar í efri hæð Hótel Höfða að Höfða 24b. Örlygur Hnefill vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir neikvæða umsögn um erindið þar sem ekki hefur farið fram fullnægjandi öryggisúttekt á húsnæðinu.

7.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, Húsavík

Málsnúmer 201504036Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar í flokki II í íbúð 0201 að Höfða 20. Örlygur Hnefill vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út til gistingar þau rými íbúðarinnar sem til þess eru ætluð skv. samþykktum teikningum.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ásrúnu Ásmundsdóttur, Húsavík

Málsnúmer 201504035Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar í flokki II í íbúð 0104 að Grundargarði 13.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út til gistingar þau rými íbúðarinnar sem til þess eru ætluð skv. samþykktum teikningum.

9.Sýslumaðurinn á Norðurland eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Salbjörgu Matthíasdóttur

Málsnúmer 201505041Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu heimagistingar í íbúðarhúsinu að Árdal í Kelduhverfi.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út til gistingar þau rými sem til þess eru ætluð skv. samþykktum teikningum.

10.Sýslumaðurinn á Norðurland eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Halldóri S. Olgeirssyni

Málsnúmer 201505042Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar í gistiskála í flokki II á Bjarnastöðum.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir neikvæða umsögn um sölu gistingar í umræddum skála, enda er ekki fyrir honum leyfi og engin öryggisúttekt hefur farið fram.

11.Heimöx, handverksfélag óskar eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir 23 m² söluhús við verslunina í Ásbyrgi

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfi til eins árs fyrir 23 m² bjálkahúsi við verslunina Ásbyrgi.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á áframhaldandi stöðuleyfi fyrir húsinu til 31. maí 2016. Samþykki nefndarinnar er háð samþykki lóðarhafa.

12.Skógræktarsamningur að Daðastöðum

Málsnúmer 201503087Vakta málsnúmer

Norðurlandsskógar óska umsagnar Norðurþings vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Daðastaða í Núpasveit.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti umsögn sína dags. 20. apríl 2015.

13.Fasteignafélag Húsavíkur ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir svalir á viðbyggingu að Vallholtsvegi 9

Málsnúmer 201505048Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir svölum við Vallholtsveg 9 á Húsavík. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af útliti svalanna.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að grenndarkynna þurfi erindið áður en afstaða er tekin. Skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilað að gefa út byggingarleyfi ef ekki eru gerðar athugasemdir af nágrönnum og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis

Fundi slitið - kl. 17:00.