Fara í efni

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, Húsavík v. Höfða 24b

Málsnúmer 201504038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 137. fundur - 16.04.2015

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, f.h. Gistiheimilis Húsavíkur ehf. vegna Höfða 24b
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 128. fundur - 12.05.2015

Óskað er eftir umsögn um leyfi fyrir sölu gistingar í efri hæð Hótel Höfða að Höfða 24b. Örlygur Hnefill vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir neikvæða umsögn um erindið þar sem ekki hefur farið fram fullnægjandi öryggisúttekt á húsnæðinu.