Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningur samstæðu Norðurþings vegna ársins 2014
201504025
Fyrir bæjarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2014
Fyrir bæjarráð mættu Hólmgrímur Bjarnason og Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðendur Deloitte ehf og kynntu ársreikning Norðurþings. Ársreikningi er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.Tengivegur yfir Bakkaá
201504021
Fyrir bæjarráði liggur eftirfarandi bókun framkvæmda- og hafnanefndar: "Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið, ÞS-verktaka, þó með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarráðs hvað varðar fjármögnun þess. Fáist samþykki bæjarráðs eru framkvæmdir heimilar í samræmi við samþykkt skipulag og fyrirliggjandi teikningar af vegaframkvæmdinni."
Bæjarráð samþykkir fjárheimild vegna vegtengingar við iðnaðarlóðina á Bakka enda liggur fyrir trygging frá PCC BakkiSilicon um óendurkræfa greiðslu upp á $ 250 þúsund vegna tengingarinnar.
3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, Húsavík v. Höfða 24b
201504038
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, f.h. Gistiheimilis Húsavíkur ehf. vegna Höfða 24b
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.
4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, Húsavík v. Hrísateigs
201504037
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, f.h. Gistiheimilis Húsavíkur ehf. vegna Hrísateigs.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.
5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, Húsavík
201504036
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni, f.h. Gistiheimilis Húsavíkur ehf. vegna Höfða 20
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.
6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ásrúnu Ásmundsdóttur, Húsavík
201504035
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Ásrúnu Ásmundsdóttur vegna Grundargarðs 13
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.
7.Tilnefning fulltrúa á aðalfundi Fjárfestingafélags Norðurþings, Fasteignafélags HN ehf, Orkuveitu Húsavíkur ohf og Pálsreit ehf
201504044
Fyrir bæjarráði liggur fyrir að taka ákvörðun um hverjir munu fara með atkvæði Norðurþings á aðalfundum félaganna Fjárfestingafélags Norðurþings ehf., Fasteignafélags HN ehf, Orkuveitu Húsavíkur ohf og Pálsreit ehf vegna aðalfundar 2015.
Bæjarráð samþykkir að Óli Halldórsson fari með umboð á aðalfundi ofangreindra félaga.
Fundi slitið - kl. 18:45.