Fara í efni

Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak

Málsnúmer 201505018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 128. fundur - 12.05.2015

Í ljósi lóðarfyrirspurna og þess að fátt er um lausar iðnaðarlóðir við Húsavík utan Bakka leggur skipulags- og byggingarfulltrúi til að farið verði í vinnu við gerð nýs deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Kaldbaksleiti (I5). Fyrirliggjandi deiliskipulag frá 1997 nær ekki yfir allt iðnaðarsvæðið og er að mörgu leyti úrelt.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag svæðisins.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 130. fundur - 14.07.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis (I5) við Kaldbak.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna frumhugmyndir að deiliskipulagi svæðisins.

Bæjarráð Norðurþings - 146. fundur - 16.07.2015

Fyrir bæjarráði liggur eftirfarandi bókun 130. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis (I5) við Kaldbak. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna frumhugmyndir að deiliskipulagi svæðisins."
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 131. fundur - 18.08.2015

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir iðnaðarsvæði I5 og sorpförgunarsvæði S2 að Hrísmóum við Húsavík. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE) dags. 7. ágúst s.l. og Skipulagsstofnun dags. 30. júlí s.l.

Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna.

HNE telur að skýra þurfi út orðalag skipulagslýsingar um að ekki sé talin þörf á að fjalla sérstaklega um vatn og minnir í því samhengi á að bæði skammt sunnan og vestan skipulagssvæðis eru vatnsverndarsvæði skv. aðalskipulagi þar sem verndaðar eru litlar uppsprettur sem nýttar eru til fiskeldis. HNE telur nauðsynlegt að í umhverfisskýrslu verði sérstök grein gerð fyrir hugsanlegum áhrifum frá frekari mannvirkjum á þessar vatnslindir. Ekki eru gerðar aðrar athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að rétt sé að hafa umfjöllun um hugsanleg áhrif frekari uppbyggingar á deiliskipulagssvæðinu á vatnsverndarsvæði.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132. fundur - 15.09.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Kaldbak.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftirfarandi breytinga á skipulagstillögunni:
1. Gert verði ráð fyrir vegtengingu Víðimóa við golfvallarafleggjara og inn á Norðausturveg.
2. Færa þarf inn á skipulagsuppdrátt stofnæð hitaveitu og gera grein fyrir henni í greinargerð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 51. fundur - 22.09.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi afgreiðsla Skipulags- og bygginganefndar Norðurþings frá 15. september sl:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Kaldbak.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftirfarandi breytinga á skipulagstillögunni:
1. Gert verði ráð fyrir vegtengingu Víðimóa við golfvallarafleggjara og inn á Norðausturveg.
2. Færa þarf inn á skipulagsuppdrátt stofnæð hitaveitu og gera grein fyrir henni í greinargerð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Tillaga skipulags- og bygginganefndar var samþykkt samhljóða

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 135. fundur - 24.11.2015

Nú er lokið kynningu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Kaldbak. Athugasemdir og umsagnir bárust frá fimm aðilum.

1. Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 12. nóvember um að hún gerði ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnir með bréfi dags. 6. nóvember að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagstillöguna.
3. Minjastofnun Íslands tilkynnir í bréfi sínu dags. 10. nóvember að stofnunin geri ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna en minnt er á ákvæði 2. mgr. 24 gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
4. Umhverfisstofnun bendir í bréfi sínu dags. 13. nóvember að stutt sé á milli förgunarsvæðis fyrir úrgang og frístundahúsasvæðis við Kaldbak. M.a. er vísað til 12. gr. reglugerðar nr. 294/2014 þar sem fram kemur að ekki megi vera minna en 500 m milli íbúðarhverfa og sorpurðunarstaðar. UST bendir einnig á að koma þurfi í veg fyrir að sigvatn á sorpförgunarsvæðinu berist í grunnvatn. Mikilvægt sé að ekki verði lyktarmengun frá urðunarstað að frístundasvæði.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki er urðunarsvæði á skipulagssvæðinu. Eftir að sorpbrennslustöð var lokað á svæðinu hefur ekki verið nein sorpförgun á svæðinu heldur fer þar einungis fram móttaka og flokkun á sorpi í dag. Sett verði í greinargerð ákvæði um að komið verði í veg fyrir að sigvatn af sorpförgunarsvæðinu lendi í grunnvatni. Einnig verði í greinargerð ákvæði um að lyktarmengun á sorpförgunarsvæði verði haldið í lágmarki.
5. Skipulagsstofnun tilkynnir með bréfi dags. 6. nóvember að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna af hálfu stofnunarinnar, en minnir hinsvegar á ákvæði 9. gr. laga nr. 105/2006 vegna endanlegrar afgreiðslu áætlunarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að ljúka ferli skipulagstillögunnar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 135. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings:
"...4. Umhverfisstofnun bendir í bréfi sínu dags. 13. nóvember að stutt sé á milli förgunarsvæðis fyrir úrgang og frístundahúsasvæðis við Kaldbak. M.a. er vísað til 12. gr. reglugerðar nr. 294/2014 þar sem fram kemur að ekki megi vera minna en 500 m milli íbúðarhverfa og sorpurðunarstaðar. UST bendir einnig á að koma þurfi í veg fyrir að sigvatn á sorpförgunarsvæðinu berist í grunnvatn. Mikilvægt sé að ekki verði lyktarmengun frá urðunarstað að frístundasvæði. Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki er urðunarsvæði á skipulagssvæðinu. Eftir að sorpbrennslustöð var lokað á svæðinu hefur ekki verið nein sorpförgun á svæðinu heldur fer þar einungis fram móttaka og flokkun á sorpi í dag. Sett verði í greinargerð ákvæði um að komið verði í veg fyrir að sigvatn af sorpförgunarsvæðinu lendi í grunnvatni. Einnig verði í greinargerð ákvæði um að lyktarmengun á sorpförgunarsvæði verði haldið í lágmarki. 5. Skipulagsstofnun tilkynnir með bréfi dags. 6. nóvember að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna af hálfu stofnunarinnar, en minnir hinsvegar á ákvæði 9. gr. laga nr. 105/2006 vegna endanlegrar afgreiðslu áætlunarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að ljúka ferli skipulagstillögunnar."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

Skipulags- og umhverfisnefnd - 6. fundur - 16.08.2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar við deiliskipulag iðnaðarsvæðis í Kaldbak. Umfangsmesta athugasemdin lá í því að Sorpförgunarsvæði S2 lenti utan afmörkunar deiliskipulagsins þrátt fyrir að ætlunin hefði verið önnur eins og fram kom í auglýsingu. Stofnunin taldi einnig að skýrara þyrfti að koma fram á uppdrætti að eldra deiliskipulag frá 1997 væri fellt úr gildi við gildistöku þess nýja.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að lagfæringum skipulagsuppdráttar skv. athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsuppdrátturinn verði samþykktur með þeim leiðréttingum sem á honum hafa verið gerðir.

Byggðarráð Norðurþings - 185. fundur - 18.08.2016

Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá 6. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að lagfæringum skipulagsuppdráttar skv. athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsuppdrátturinn verði samþykktur með þeim leiðréttingum sem á honum hafa verið gerðir."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.