Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

130. fundur 14. júlí 2015 kl. 14:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni (tölvupóstur 3. júní). Umhverfisstofnun gefur umsögn um deiliskipulag sama svæðis í bréfi dags. 10. júní. Ekki bárust aðrar athugasemdir eða umsagnir við kynningu skipulagstillögunnar.

Vegagerðin og Umhverfisstofnun tilkynna í sínum bréfum að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagstillögur og kalla þær umsagnir ekki á breytingar á skipulagstillögunni.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á í bréfi sínu dags. 11. júní 2015 á samræmd starfsleyfisskilyrði vegna vinnubúða og greinargerð þar um útgefnum af Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Einnig minnir HNE á áður framsetta athugasemd varðandi kröfur til verktaka sem vinna við námuna hvað varðar notkun tækja og mengandi efna á framkvæmdasvæðinu og ítarlega skilmála þar um í útboðsgögnum. Fylgja ber leiðbeiningum "Námur - efnistaka og frágangur" [2012] sem jafnframt verði hluti af starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra gefi ekki tilefni til breytingar á kynntri tillögu aðalskipulagsbreytingar, enda snúist umsögnin um atriði sem tekið verður á við veitingu framkvæmda- og starfsleyfa.

Minjastofnun segir í bréfi sínu dags. 29. maí 2015 að taka þurfi tillit til tilgreindra skráðra fornleifa á framkvæmdasvæðinu.

Tilgreindar fornleifar eru merktar inn á deiliskipulagsuppdrátt og þar kemur einnig fram að fylgt verði leiðbeiningum Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna röskunar þeirra. Umsögn Minjastofnunar Íslands gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.

Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til breytingar á kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að kynnt breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistöku í Skurðsbrúnum verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu deiliskipulags efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Umhverfisstofnun (bréf dags. 10. júní) og Vegagerðinni (tölvupóstur 3. júní). Ekki bárust aðrar athugasemdir eða umsagnir við kynningu skipulagstillögunnar.

Vegagerðin og Umhverfisstofnun tilkynna í sínum umsögnum að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagstillögur og kalla þær umsagnir ekki á breytingar á skipulagstillögunni.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á í bréfi sínu dags. 11. júní 2015 á samræmd starfsleyfisskilyrði vegna vinnubúða og greinargerð þar um útgefnum af Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Einnig minnir HNE á áður framsetta athugasemd varðandi kröfur til verktaka sem vinna við námuna hvað varðar notkun tækja og mengandi efna á framkvæmdasvæðinu og ítarlega skilmála þar um í útboðsgögnum. Fylgja ber leiðbeiningum "Námur - efnistaka og frágangur" [2012] sem jafnframt verði hluti af starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra gefi ekki tilefni til breytingar á kynntri tillögu að deiliskipulagi, enda snúist umsögnin um atriði sem tekið verður á við veitingu framkvæmda- og starfsleyfa.

Minjastofnun segir í bréfi sínu dags. 29. maí 2015 að taka þurfi tillit til tilgreindra skráðra fornleifa á framkvæmdasvæðinu.

Tilgreindar fornleifar eru merktar inn á deiliskipulagsuppdrátt og þar kemur einnig fram að fylgt verði leiðbeiningum Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna röskunar þeirra. Umsögn Minjastofnunar Íslands gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.

Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til breytingar á kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að deiliskipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags sama svæðis og yfirferð Skipulagstofnunar á málsmeðferð skipulagstillögunnar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis (I5) við Kaldbak.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna frumhugmyndir að deiliskipulagi svæðisins.

4.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir Bakkaveg (857) vegur, jarðgöng og framkvæmdir þeim tilheyrandi

Málsnúmer 201507021Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að leggja 2,6 km langan veg frá Bökugarði að skilgreindu iðnaðarsvæði PCC á Bakka. Vegurinn mun liggja í tæplega 1 km löngum jarðgöngum í Húsavíkurhöfða. Við Bökugarð þarf að brimverja veginn og leggja fráveituútrás. Sótt er um leyfi til efnistöku í tveimur námum vegna framkvæmdanna. Annarsvegar er óskað eftir leyfi til að taka 6.200 m³ af efni úr námu E-1 í Krókalág og hinsvegar sótt um leyfi til að taka allt að 149.900 m³ af efni úr námu E-26A í Skurðsbrúnum. Leggja þarf 2,8 km langan námuveg að námu E-26A og er sótt um leyfi til þess. Vegna jarðgangnaframkvæmda er sótt um leyfi til losunar umframefnis á þremur stöðum. Við sorpförgunarsvæði í Laugardal er óskað eftir leyfi fyrir losun lausra jarðefna sem ekki nýtast til vegagerðar. Einnig er óskað heimildar til efnislosunar við Norðurgarð eins og samþykkt hefur verið í deiliskipulagi sem og sunnan Suðurgarðs. Gerð er ítarleg grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í erindi og auk þess vísað til kynningarskýrslu Vegagaerðarinnar og Norðurþings um Bakkaveg og Húsavíkurhöfn frá janúar 2014. Stefnt er að því að framkvæmdir við vegagerðina hefjist í árslok 2015.

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í apríl 2014 að lagning Bakkavegar frá hafnarsvæði á Húsavík um jarðgöng að iðnaðarsvæði á Bakka ásamt fyrirhuguðum breytingum á Húsavíkurhöfn væru ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun komst einnig að þeirri niðurstöðu skv. tilkynningu dags. 15. apríl 2015 að ný efnisnáma E-26A í Skurðsbrúnum og nauðsynlegur námuvegur séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningu hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar og því skuli sú framkvæmd ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að framkvæmdin sé öll í samræmi við gildandi aðalskipulag og deiliskipulög, nema það sem snýr að efnistöku úr námu E-26A. Stefnt er að því að breyting aðalskipulags og nýtt deiliskipulag fyrir efnistöku úr E-26A liggi fyrir á næstu vikum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að Vegagerðinni verði veitt framkvæmdaleyfi til vegagerðarinnar og þeirra tengdu framkvæmda sem tilgreindar eru í umsókn. Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í námu E-26A er háð lokafrágangi aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags efnistökusvæðisins. Framkvæmdir við vegagerðina hefjist ekki fyrr en leyfi hefur fengist hjá Minjastofnun fyrir röskun fornleifa sem spillast munu við framkvæmdina.

5.Hestamannfélagið Grani, ósk um lagningu reiðleiðar norður úr Húsavíkurbæ

Málsnúmer 201505103Vakta málsnúmer

Óskað er eftir því að gerð verði reið- og gönguleið frá gamla vegi við Skjólbrekku, yfir/undir fyrirhugaðan Bakkaveg, niður á Skjólbrekkuhaus og þaðan með sjávarbökkum að Bakka.
Við gerð aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 var samráð haft við hestamenn og teiknaðar upp reiðleiðir við Húsavík. Sú tillaga sem fram kemur í erindi samræmist ekki aðalskipulagi eða framtíðarnotkun Bakkalands og verður að teljast óheppileg í ljósi þeirrar umferðar sem verður um Bakkaveg.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst því ekki á umrædda framkvæmd.

6.Sveinn Hreinsson f.h. Norðurþings óskar eftir stöðuleyfi fyrir 2 gáma að Höfða 1

Málsnúmer 201506031Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta skrifstofugáma við áhaldahús Norðurþings að Höfða 1 til ársloka 2016.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á stöðuleyfi fyrir gámunum til eins árs skv. framlagðri afstöðumynd.

7.Sigurður Veigar Bjarnason f.h. Húsavík Adventures óskar eftir stöðuleyfi fyrir miðasöluskúr á lóð Garðarsbrautar 5

Málsnúmer 201507020Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 9 m² bjálkaskúr til miðasölu á lóð Garðarsbrautar 5 til 1. október n.k. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

8.Jónas Sigmarsson og Þórhildur Jónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Lyngholti 3

Málsnúmer 201507019Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 284,3 m² húsi á lóðinni að Lyngholti 3. Húsið er á tveimur hæðum að hluta. Teikningar eru unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna að nýju breytingu deiliskipulags sem samþykkt var árið 2013.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra, ósk um umsögn vegna nýs rekstrarleyfis til handa Pálma Pálmasyni til sölu heimagistingar að Brúnagerði 2

Málsnúmer 201507023Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar að Brúnagerði 2.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu nýtt til gistingar þau rými hússins sem til þess eru ætluð skv. samþykktum teikningum.

10.Norðurþing óskar eftir leyfi til að setja upp útilistaverk á verbúðaþaki

Málsnúmer 201507024Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki til að setja niður listaverkið Strandfugla eftir Sigurjón Pálsson á þaki verbúðarhúss hafnarsjóðs. Verkið sjálft felst í þremur stílfærðum fuglum úr tré og stáli. Stærsti fuglinn er um tveir metrar að lengd og einn og hálfur metri að hæð. Verkinu fylgir upplýsingaplata úr kopar sem ætlunin er að setja á innanverða brjóstvörnina.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

11.Eiríkur F. Greipsson f.h. AB 138 ehf. sækir um lóðina að Lyngholti 26 til 32

Málsnúmer 201506049Vakta málsnúmer

Óskað er eftir úthlutun raðhúsalóðar að Lyngholti 26-32.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að AB 138 ehf verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 26-32.

12.Ólafur Kárason óskar eftir leyfi til breytinga á gluggum að Höfðavegi 16

Málsnúmer 201506030Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til breytingar á póstasetningum glugga að Höfðavegi 16. Meðfylgjandi erindi er rissmynd sem sýnir fyrirhugaða póstasetningu.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 15. júní s.l.

13.Ragnar Hermannsson f.h. Gullmola ehf. sækir um leyfi til að byggja kvist á þak að Ásgarðsvegi 4

Málsnúmer 201506050Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja kvist á þak Ásgarðsvegar 4 skv. teikningu sem unnin er af Haraldi Árnasyni.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið þegar fyrir liggur umsögn Minjastofnunar um endanlega hönnun kvistsins.

14.Gústaf Gústafsson f.h. Norðursiglingar ehf. sækir um leyfi til að reisa skilti framan við miðasölu fyrirtækisins

Málsnúmer 201506053Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til setja upp skilti (um 1x2,5 m) framan við miðasölu Norðursiglingar við Garðarsbraut.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skiltið.

15.Gullmolar ehf. óska eftir stöðuleyfi fyrir bragga á lóðinni að Höfða 9

Málsnúmer 201507025Vakta málsnúmer

Óskað er afstöðu skipulags- og byggingarnefndar fyrir uppsetningu þriggja braggabygginga á lóð að Höfða 9. Fyrirhugaðar byggingar ganga út fyrir byggingarreiti til norðurs og austurs. Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd bragganna og lýsing á helstu stærðum.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á þá uppbyggingu sem lagt er upp með. Fyrirhuguð mannvirki eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og nefndinni hugnast ekki útlit þeirra.

Fundi slitið - kl. 16:15.