Fara í efni

Jónas Sigmarsson og Þórhildur Jónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Lyngholti 3

Málsnúmer 201507019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 130. fundur - 14.07.2015

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 284,3 m² húsi á lóðinni að Lyngholti 3. Húsið er á tveimur hæðum að hluta. Teikningar eru unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna að nýju breytingu deiliskipulags sem samþykkt var árið 2013.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132. fundur - 15.09.2015

Nú er lokið grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga deiliskipulags Holtahverfis. Í breytingartillögunni felst að bílskúr að Lyngholti 3 verði byggður undir aðalhæð íbúðarhússins en ekki sem sérstæð bygging. Nyrsti hluti kjallara undir húsinu yrði hinsvegar hluti af íbúð hússins sem heimilt væri að breyta í sjálfstæða litla íbúð með vesturhlið óniðurgrafna. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gólfhæð aðalhæðar eða mænishæð.

Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist þar að lútandi.

Bæjarstjórn Norðurþings - 51. fundur - 22.09.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi afgreiðsla Skipulags- og bygginganefndar Norðurþings frá 15. september sl:

"Nú er lokið grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga deiliskipulags Holtahverfis. Í breytingartillögunni felst að bílskúr að Lyngholti 3 verði byggður undir aðalhæð íbúðarhússins en ekki sem sérstæð bygging. Nyrsti hluti kjallara undir húsinu yrði hinsvegar hluti af íbúð hússins sem heimilt væri að breyta í sjálfstæða litla íbúð með vesturhlið óniðurgrafna. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gólfhæð aðalhæðar eða mænishæð.

Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist þar að lútandi."
Tillaga skipulags- og bygginganefndar var samþykkt samhljóða