Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

6. fundur 16. ágúst 2016 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Uppbygging íbúðahverfis á Húsavík

Málsnúmer 201606149Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breyttar hugmyndir PCC Seaview Residences að uppbyggingu í Langholti. Breytingar frá fyrri hugmyndum fela í sér að byggðar yrðu upp bílgeymslur fyrir hverja eign í parhúsum.
Fyrir fund sat nefndin sameiginlegan kynningarfund með sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum í framkvæmdanefnd þar sem fulltrúar PCC Seaview Residences gerðu grein fyrir byggingaráformum.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið byggðaráðs og hugnast ekki fyrirliggjandi hugmyndir að uppbyggingu á þeim ellefu lóðum sem hugsuð eru undir parhús.

2.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar við deiliskipulag iðnaðarsvæðis í Kaldbak. Umfangsmesta athugasemdin lá í því að Sorpförgunarsvæði S2 lenti utan afmörkunar deiliskipulagsins þrátt fyrir að ætlunin hefði verið önnur eins og fram kom í auglýsingu. Stofnunin taldi einnig að skýrara þyrfti að koma fram á uppdrætti að eldra deiliskipulag frá 1997 væri fellt úr gildi við gildistöku þess nýja.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að lagfæringum skipulagsuppdráttar skv. athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsuppdrátturinn verði samþykktur með þeim leiðréttingum sem á honum hafa verið gerðir.

3.Deiliskipulag í Reitnum

Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemd Skipulagsstofnunar við deiliskipulag Íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum. Athugasemdin lítur að því að skýrari skilmála þurfi um byggingarheimildir að Ásgarðsvegi 25.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að byggingarskilmálum fyrir Ásgarðsveg 25: "Skipulagið miðar að því að mögulegt verði að byggja bílgeymslu vestan núverandi húss, en einnig er skilgreindur aukinn byggingaréttur til norðurs og suðurs. Ekki er heimilt að byggja hærra á lóðinni en þegar er orðið. Heimilað nýtingarhlutfall er 0,3".

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að byggingarskilmálar skv. tillögunni verði felldir inn í greinargerð deiliskipulagsins og að gildistaka þess verði auglýst.

4.Umsókn um tvær lóðir á Húsavíkurhöfða Vitaslóð 1 og Vitaslóð 2

Málsnúmer 201607233Vakta málsnúmer

Óskað er eftir úthlutun tveggja lóða, Vitaslóð 1 og 2, vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða. Fyrirhugað er að hefja uppbyggingu sjóbaða til samræmis við deiliskipulagið á næstu vikum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að Sjóböðum ehf verði úthlutað lóðunum.

5.Ósk um lóðarstækkun að Höfðavegi 8

Málsnúmer 201608039Vakta málsnúmer

Guðmundur Þráinn Kristjánsson óskar eftir lóðarstækkun að Höfðavegi 8 skv. meðfylgjandi rissmynd. Um er að ræða stækkun til vesturs um eina bílastæðabreidd auk ræmu meðfram húsvegg.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að lóðin verði stækkuð til samræmis við óskir lóðarhafa.

6.Ósk um leyfi fyrir tveimur loftgæðamælistöðvum

Málsnúmer 201608035Vakta málsnúmer

Helga Sveinbjörnsdóttir verkfræðingur, f.h. PCC Bakki Silicon hf, sækir um leyfi til að setja niður tvær mælistöðvar loftgæða innan lands Húsavíkur. Önnur stöðin yrði í Húsavíkurleiti sunnanverðu og hin við Héðinsvík eins og nánar er sýnt á afstöðumyndum. Á hvorum stað yrði reist lítið hús (um 2,4 m²) með búnaði til loftmælinga. Girt yrði umhverfis húsin. Stöðvarnar yrðu reknar í tengslum við umhverfisvöktun PCC BakkiSilicon hf og innan þeirra munu fara fram ýmsar veður- og loftgæðamælingar. Fyrirhugað er að koma búnaðinum upp nú í haust til að safna grunngildum loftgæða áður en rekstur verksmiðju hefst. Staðsetning mælistöðva hefur verið valin í samráði við Umhverfistofnun, skipulagsfulltrúa Norðurþings og fulltrúa RARIK.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrihuguð mannvirki nauðsynleg vegna reksturs verksmiðju á Bakka og samþykkir því niðursetningu búnaðarins.

7.Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar nr. 154.181 og útskipti hennar úr Klifshaga I

Málsnúmer 201608034Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun fyrirliggjandi frístundahúsalóðar nr. 154.181 og útskipti hennar úr landi Klifshaga I. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur lóðaruppdráttur unninn af Guðmundi Helga Gunnarssyni hjá Búgarði. Loks er óskað eftir því að lóðin fái hér eftir heitið Tunguás.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að afmörkun lóðarinnar og útskipti hennar úr jörðinni Klifshafa 1 verði samþykkt. Nefndin samþykkir einnig heitið Tunguás á lóðina.

8.Sigþór Þórarinsson, f.h. Urða ehf, óskar er eftir leyfi til að byggja vélageymslu að Sandfellshaga 1

Málsnúmer 201608040Vakta málsnúmer

Sigþór Þórarinsson, f.h. Urða ehf, óskar eftir leyfi til að byggja vélageymslu að Sandfellshaga 1 í Öxarfirði. Teikning er unnin af Sæmundi Á. Óskarssyni byggingatæknifræðingi. Fyrirhuguð vélageymsla er 350 m². Byggingarfulltrúi kynnti nefndinni viðhorf næsta nágranna sem ekki setur sig upp á móti fyrirhugaðri byggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist.

9.Erindi frá Óskarsson vegna þriggja lóða í norðurbæ og breytta aðkomu að Héðinsbraut

Málsnúmer 201608042Vakta málsnúmer

Aðalgeir Sævar Óskarsson og Jón Hermann Óskarsson, f.h. Óskarsson ehf, óska eftir viðræðum við Norðurþing um úthlutun þriggja lóða umhverfis Héðinsbraut 11 til uppbyggingar gistiþjónustu. Um er að ræða lóðir að Héðinsbraut 13, 17 og Höfðavegi 6.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar sýndan áhuga. Nefndin óskar eftir að fulltrúar Óskarssona kynni sínar hugmyndir fyrir nefndinni á næsta fundi.

10.Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur - forsætisráðuneytið

Málsnúmer 201607303Vakta málsnúmer

Forsætisráðuneyti kynnir nú drög að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Byggðaráð fjallaði um drögin á fundi sínum þann 4. ágúst s.l. og vísaði þeim til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram.

11.Óli Björn Einarsson sækir um leyfi til að stækka bílastæði við Boðagerði 3 Kópaskeri

Málsnúmer 201607117Vakta málsnúmer

Óskað var eftir samþykki fyrir stækkun bílastæðis við Boðagerði 3 á Kópaskeri. Að fenginni umsögn frá framkvæmdafulltrúa veitti skipulags- og byggingarfulltrúi samþykki fyrir stækkun bílastæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við þessa afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

12.Netaveiði í landi Húsavíkur

Málsnúmer 201606109Vakta málsnúmer

Jón Helgi Björnsson bendir á að bleikja fyrir norðurlandi er fiskistofn í mikilli lægð og þoli því að hans áliti ekki netaveiði. Hann telur því eðlilegt að Norðurþing leiti álits Veiðimálastofnunar eða Hafrannsóknarstofnunar á því hvort verjandi sé að leifa 10 netalagnir fyrir silungsveiði fyrir landi Húsavíkur.
Netaveiði silungs í fjörum við Húsavík á sér langa hefð sem óþarft er að rjúfa nema ábendingar um annað komi frá fagstofnunum.

13.Auglýsing um styrki vegna sérstakrar úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði

Málsnúmer 201606172Vakta málsnúmer

Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna sérstakrar úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.
Lagt fram.

14.Umsókn um byggingarleyfi. Starfsmannahús

Málsnúmer 201608072Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi í Akurseli í Öxarfirði. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar og afstöðumynd. Húsið er 89,2 m² og byggt úr timbureiningum. Húsið er teiknað af Friðriki Friðrikssyni arkitekt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir bygginguna fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Fundi slitið - kl. 17:00.