Fara í efni

Erindi frá Óskarsson vegna þriggja lóða í norðurbæ og breytta aðkomu að Héðinsbraut

Málsnúmer 201608042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 6. fundur - 16.08.2016

Aðalgeir Sævar Óskarsson og Jón Hermann Óskarsson, f.h. Óskarsson ehf, óska eftir viðræðum við Norðurþing um úthlutun þriggja lóða umhverfis Héðinsbraut 11 til uppbyggingar gistiþjónustu. Um er að ræða lóðir að Héðinsbraut 13, 17 og Höfðavegi 6.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar sýndan áhuga. Nefndin óskar eftir að fulltrúar Óskarssona kynni sínar hugmyndir fyrir nefndinni á næsta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 7. fundur - 12.09.2016

Inn á fund mættu Jón Hermann Óskarsson og Aðalgeir Sævar Óskarsson og kynntu hugmyndir sínar að uppbyggingu gistiheimila við Héðinsbraut og Höfðaveg.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynningu. Nefndinni hugnast ekki uppbygging ferðaþjónustuhúss á íbúðarsvæði við Höfðaveg með vísan til gildandi deiliskipulags og aðalskipulags. Nefndin lýsir sig reiðubúna til viðræðna um breytingar á deiliskipulagi til uppbyggingar ferðaþjónustuhúsnæðis við Héðinsbraut.