Fara í efni

Ósk um leyfi fyrir tveimur loftgæðamælistöðvum

Málsnúmer 201608035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 6. fundur - 16.08.2016

Helga Sveinbjörnsdóttir verkfræðingur, f.h. PCC Bakki Silicon hf, sækir um leyfi til að setja niður tvær mælistöðvar loftgæða innan lands Húsavíkur. Önnur stöðin yrði í Húsavíkurleiti sunnanverðu og hin við Héðinsvík eins og nánar er sýnt á afstöðumyndum. Á hvorum stað yrði reist lítið hús (um 2,4 m²) með búnaði til loftmælinga. Girt yrði umhverfis húsin. Stöðvarnar yrðu reknar í tengslum við umhverfisvöktun PCC BakkiSilicon hf og innan þeirra munu fara fram ýmsar veður- og loftgæðamælingar. Fyrirhugað er að koma búnaðinum upp nú í haust til að safna grunngildum loftgæða áður en rekstur verksmiðju hefst. Staðsetning mælistöðva hefur verið valin í samráði við Umhverfistofnun, skipulagsfulltrúa Norðurþings og fulltrúa RARIK.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrihuguð mannvirki nauðsynleg vegna reksturs verksmiðju á Bakka og samþykkir því niðursetningu búnaðarins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 7. fundur - 12.09.2016

Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt leyfi fyrir tveimur loftgæðamælistöðvum. Í ljós hefur komið að áður fyrirhuguð staðsetning við Traðargerði er ekki heppileg og er nú óskað eftir samþykki fyrir mælistöðinni utan við túnjaðar vestan þjóðvegar og sunnan Laugardals. Fyrir liggur afstöðumynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á breytta staðsetningu mælistöðvarinnar.