Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

131. fundur 18. ágúst 2015 kl. 14:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Faglausn ehf. f.h. Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. óskar eftir að kynna stöðu hönnunar á Hafnarstétt 5

Málsnúmer 201508060Vakta málsnúmer

Til fundarins mætti Almar Eggertsson byggingarfræðingur og kynnti hugmyndir að tilfærslu skúra sem nú standa á Hafnarstétt 5 á Húsavík.

2.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir iðnaðarsvæði I5 og sorpförgunarsvæði S2 að Hrísmóum við Húsavík. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE) dags. 7. ágúst s.l. og Skipulagsstofnun dags. 30. júlí s.l.

Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna.

HNE telur að skýra þurfi út orðalag skipulagslýsingar um að ekki sé talin þörf á að fjalla sérstaklega um vatn og minnir í því samhengi á að bæði skammt sunnan og vestan skipulagssvæðis eru vatnsverndarsvæði skv. aðalskipulagi þar sem verndaðar eru litlar uppsprettur sem nýttar eru til fiskeldis. HNE telur nauðsynlegt að í umhverfisskýrslu verði sérstök grein gerð fyrir hugsanlegum áhrifum frá frekari mannvirkjum á þessar vatnslindir. Ekki eru gerðar aðrar athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að rétt sé að hafa umfjöllun um hugsanleg áhrif frekari uppbyggingar á deiliskipulagssvæðinu á vatnsverndarsvæði.

3.Örn Sigurðsson óskar eftir leyfi til að skipta íbúðarhúslóð út úr jörðinni Skógum 2, Reykjahverfi, og skrá sem sjálfstæða eign

Málsnúmer 201508020Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun íbúðarhúsalóðar út úr jörðinni Skógar 2 í Reykjahverfi og skipta henni út úr jörðinni sem sjálfstæðri eign. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur lóðaruppdráttur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins og að henni verði skipt út úr jörðinni.

4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitinar til handa Þór Stefánssyni vegna Garðarsbrautar 71

Málsnúmer 201507030Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfisveitingu til sölu íbúðargistingar í íbúð 0302 í Garðarsbraut 71.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að íbúðin verði leigð út á þessum grunni.

5.Þráinn Gunnarsson sækir um leyfi til að breyta þaki hússins að Brúnagerði 6

Málsnúmer 201508044Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að breyta þaki Brúnagerðis 6.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 17. ágúst s.l.

6.Sjóferðir Arnars ehf. óska eftir leyfi til að setja skilti á ljósastaur við íþróttahöll

Málsnúmer 201507058Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja skilti á ljósastaur við íþróttahöll til að vísa á gistingu að Stóragarði 6.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 6. ágúst s.l.

7.Ásgerður Heba Aðalsteinsdóttir f.h. eigenda Einarsstaða óskar eftir stofnun lóðar undir íbúðarhús og skipta henni út úr jörðinni sem sjálfstæðri eign

Málsnúmer 201508064Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun íbúðarhúsalóðar út úr jörðinni Einarsstaðir í Reykjahverfi og skipta henni út sem sjálfstæðri eign. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur lóðaruppdráttur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins og að henni verði skipt út úr jörðinni.

Fundi slitið - kl. 15:15.