Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

45. fundur 17. febrúar 2015 kl. 16:15 - 17:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Friðrik Sigurðsson Forseti
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varamaður
 • Hróðný Lund 2. varamaður
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Starfsmenn
 • test
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. eignarhlutur Norðurþings í félaginu og uppkaup á fasteign af EFF

Málsnúmer 201412055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 128. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:
Ákvörðun um að taka láni Lánasjóðs sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að samþykkt verði að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 445.000.000.- til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna kaup sveitarfélagsins á húsnæði í eigu Fasteignarfélagsins Fasteignar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-4599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til máls tóku: Kjartan, Kristján Þór og Friðrik.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Gullmolar ehf. eignarhaldsfélag, ósk um kaup á húsnæði

Málsnúmer 201501036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 130. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:
Fyrir bæjarráði liggja samningsdrög að kaupsamningi sem felur í sér eftifarandi:

Norðurþing kt., 640169-5599 samþykkir að selja eignina að Höfða 9 á Húsavík og Gullmolar ehf. kt. 540194-2119 samþykkir að kaupa. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er um að ræða 458,2 fm húseign sem byggð er árið 1986 og 1988 úr forsteyptum einangruðum einingum.

Kaupverð eignarinnar er 26.000.000.- Tuttuguogsexmilljónir króna.
Húseignin staðgreiðist við undirritun kaupsamnings og samþykki bæjarstjórnar.

Í samningnum er kvöð um forkaupsrétt sveitarfélagsins sem verður þinglýst með samningnum en hún felur í sér að Norðurþing hefur 8 ára forkaupsrétt á verðtryggðu söluverði (NVT).

Afhending eignarinnar er 1 maí. 2015.

Samhliða kaupsamningi gera aðilar með sér sérstakan samstarfssamning um atvinnuuppbyggingu á Húsavík.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi sala eignarinnar að Höfða 9 verði samþykkt eins og samningsdrögin fela í sér. Jafnfram er bæjarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita kaupsamning sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast sölu þessari.
Til máls tóku: Kristján Þór og Kjartan.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri

Málsnúmer 201501071Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 130. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði samþykkt.
Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls og deiliskipulags sama svæðis. Breytingin innifelur tilfærslu og stækkun efnistökusvæðis E26 þannig að þar megi taka allt að 150.000 m³ af klapparefni til hafnargerðar og sem fyllingarefni. Þar sem mögulega raskast litlar uppsprettur við Bakkaá er gert ráð fyrir að skilgreint vatnsverndarsvæði uppsprettanna verði fellt úr gildi meðan á framkvæmdunum stendur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Sif.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls og deiliskipulags sama svæðis. Breytingin innifelur tilfærslu og stækkun efnistökusvæðis E26 þannig að þar megi taka allt að 150.000 m³ af klapparefni til hafnargerðar og sem fyllingarefni.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Breyting aðalskipulags vegna efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar vegna móttökusvæðis jarðvegs við Skjólbrekku.

Engar athugasemdir bárust við skipulagstillöguna. Hinsvegar kom í ljós að lega háspennulínu að Bakka var ekki færð réttilega inn á uppdráttinn.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að færa rétta legu háspennulínu inn á skipulagsuppdráttinn og leggur til við bæjarstjórn að þannig verði hann samþykktur. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Nú er lokið kynningu deiliskipulags móttökusvæðis jarðvegs við Skjólbrekku.

Engar athugasemdir bárust við skipulagstillöguna á kynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt frá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa gildistöku skipulagsins ef ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagið af hálfu Skipulagsstofnunar.
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir s.k. Öskjureit.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að afmarka þurfi reitinn skýrar í skipulagslýsingu. Skipulagssvæðið verði afmarkað af Garðarsbraut í norðri og austri, Árgötu í suðri og Stangarbakka í vestri. Horft verði til þess að frumtillaga að deiliskipulagi verði lögð fyrir fund nefndarinnar í mars n.k. og tillaga til almennrar kynningar verði tilbúin inn á fund skipulagsnefndar í apríl. Tímaramma skipulagsferlis verði breytt í samræmi við þessar hugmyndir í skipulagslýsingu.

Nefndin áréttar að rekstur Öskju var á afmarkaðri lóð í afmarkaðan tíma á svæðinu. Vert væri að leita lengra aftur í söguna að heiti á skipulagssvæðið. Húsavík hefur verið fastur verslunarstaður frá öndverðri 17. öld og væntanlega hefur verslun lengst af verið rekin á þessu svæði.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði sett í kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga með ofantöldum breytingum.
Til máls tóku: Sif, Friðrik og Kjartan.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

9.Gunnar Björnsson Sandfelli óskar eftir leyfi til að stofna 0,5 ha leigulóð úr Sandfellshaga 2

Málsnúmer 201502014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 0,5 ha lóðar undir íbúðarhús í landi Sandfellshaga 2. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd með gps-hnitsetningu hornpunkta lóðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með fyrirvara um skil á fullnægjandi afstöðumynd lóðarinnar, sem m.a. sýnir aðkomu að lóðinni, staðfestingu á eignarhaldi lands og samþykki nágranna.
Til máls tók: Sif.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

10.Bæjarráð Norðurþings - 128

Málsnúmer 1501012Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 128. fundar bæjarráðs.

Fundargerð 128. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar.

11.Bæjarráð Norðurþings - 129

Málsnúmer 1501013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 129. fundar bæjarráðs.
Fundargerð 129. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar.

12.Bæjarráð Norðurþings - 130

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 130. fundar bæjarráðs.
Til máls tók undir 3. dagskrárlið fundargerðarinnar: Friðrik.

Fundargerð 130. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar.

13.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39

Málsnúmer 1502003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 39. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar.
Til máls tók undir 8. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kristján Þór.
Til máls tók undir 7. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kjartan.

Fundargerð 39. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar lögð fram til kynningar.

14.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 125

Málsnúmer 1502004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 125. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Fundargerð 125. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til kynningar.

15.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 50

Málsnúmer 1502001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 50. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.
Fundargerð 50. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram til kynningar.

16.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51

Málsnúmer 1502005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 51. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.
Til máls tók undir 12. dagskrárlið fundargerðarinnar: Friðrik.
Til máls tók undir 9. dagskrárlið fundargerðarinnar: Erna.

Fundargerð 51. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram til kynningar.

17.Bæjarráð Norðurþings - 131

Málsnúmer 1502006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 131. fundar bæjarráðs.
Til máls tók undir 8. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kristján Þór og Kjartan

Fundargerð 131. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.