Fara í efni

Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. eignarhlutur Norðurþings í félaginu og uppkaup á fasteign af EFF

Málsnúmer 201412055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 125. fundur - 11.12.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi vegna eignar sveitarfélagsins sem liggur inni hjá EFF ehf. Um er að ræða möguleg uppkaup sveitarfélagsins á leigusamningi sem gerður var um leikskólann að Grænuvöllum.

Bæjarráð samþykkir að fara í viðræður við eigendur samningsins um uppkaup á honum og leysa til sín fasteignina.

Bæjarráð Norðurþings - 127. fundur - 15.01.2015

Fyrir bæjarráði liggur tilboð Íslandsbanka í fjármögnun á uppkaupum á eign leikskólans á Grænuvöllum sem legið hefur inni hjá Fasteignb EFF.
Bæjarráð telur þau kjör og þau skilyrði sem í lánasamningnum er óásættanleg og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við bankann um breytingar og eða bjóða öðrum fjármálafyrirtækjum að koma að málum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 128. fundur - 23.01.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en afgreiðslu þess var þá frestað.
Ákvörðun um að taka láni Lánasjóðs sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að samþykkt verði að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 445.000.000.- til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna kaup sveitarfélagsins á húsnæði í eigu Fasteignarfélagsins Fasteignar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-4599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarstjórn Norðurþings - 45. fundur - 17.02.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 128. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:
Ákvörðun um að taka láni Lánasjóðs sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að samþykkt verði að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 445.000.000.- til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna kaup sveitarfélagsins á húsnæði í eigu Fasteignarfélagsins Fasteignar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-4599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til máls tóku: Kjartan, Kristján Þór og Friðrik.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 132. fundur - 26.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur niðurstaða í fjármögnun leikskólans Grænuvalla. Samþykkt var að óska eftir lánveitingu frá Lánasjóði sveitarfélaga með tryggðu veði í tekjum sveitarfélagsins. Sjóðurinn hefur samþykkt umsókn sveitarfélagins en útboð sem fór fram í vikunni skilaði aðeins helmingi þeirrar upphæðar sem þarf. Skammtímafjármögnun er í boði þar til næsta útboð fer fram í næsta mánuði.
Einnig er mögulegt að selja allan eða hluta skuldabréfa sem sveitarfélagði gaf út, flokkur NTH 09 1.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Lánasjóðs sveitarfélaga eins og það liggur fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
Jafnframt er samþykkt að selja hluta eða allan skuldabréfaflokk NTH 09 1 til að mæta fjárþörf við kaupin og endurfjármagna óhagstæðari lán í safni sveitarfélagsins.
Unnið verði í endurfjármögnuninni með það að markmiði að lækka skuldir sveitarfélagsins og greiðslubyrði.

Bæjarstjóra veitt umboð til að veita móttöku gagna, undirrita og samþykkja öll gögn vegna sölu bréfanna.