Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

127. fundur 15. janúar 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Olga Gísladóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellet Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Gullmolar ehf. eignarhaldsfélag, ósk um kaup á húsnæði

Málsnúmer 201501036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Gullmolum ehf., þar sem fram kemur ósk um kaup á húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Höfða 9 á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd hefur áður fjallað um erindið og leggur til við bæjarráð að hafnar verði viðræður við bréfritara um kaupin.
Húsnæðið er ætlað undir starfsemi félagsins Curio en það er í mikilli uppbyggingu og fyrirséð að fjölgun starfa fylgir þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Húsavík.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í viðræður við bréfritara um kaup á húsnæði sveitarfélagsins að Höfða 9 og felur bæjarstjóra að leiða þá vinnu og leggja samning um sölu eignarinnar fyrir bæjarráð þegar hann liggur fyrir.

2.Drög að vinnuáætlun bæjarráðs 2015

Málsnúmer 201501037Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að vinnuáætlun bæjarráðs fyrir árið 2015.
Um er að ræða verk- og dagskráráætlun t.a.m. vegna einstakra verkefna sem fyrirhugað er að fylgja eftir á starfsári bæjarráðs fyrir árið 2015.
Fyrirhuguð verk- og dagskráráætlun bæjarráðs fyrir árið 2015 tekin til umræðu.
Áætlunin lögð fram til kynningar.

3.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar fyrir vínveitingasölu á Þorrablóti á Húsavík

Málsnúmer 201501025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggur erindi frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfisveitingr fyrir vínveitingasölu á Þorrablóti Kvennfélags Húsavíkur sem fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík 17. janúar 2015
Bæjarráð gerir ekki athugasemd að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slikt hið sama.

4.Nemendafélag framhaldsskólans á Laugum óskar eftir stuðningi við Tónkvíslina 2015

Málsnúmer 201501031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Nemendafélagi Framhaldskólans á Laugum vegna Tónkvíslin 2015.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með því að kaupa auglýsingapakka nr. 2 samkvæmt tilboði að upphæð 100.000.- krónur.

5.Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. eignarhlutur Norðurþings í félaginu og uppkaup á fasteign af EFF

Málsnúmer 201412055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilboð Íslandsbanka í fjármögnun á uppkaupum á eign leikskólans á Grænuvöllum sem legið hefur inni hjá Fasteignb EFF.
Bæjarráð telur þau kjör og þau skilyrði sem í lánasamningnum er óásættanleg og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við bankann um breytingar og eða bjóða öðrum fjármálafyrirtækjum að koma að málum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.Salan á Garðarsbraut 83 íbúð 203

Málsnúmer 201410075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur kauptilboð í fasteign Garðarsbraut 83 íbúð 203.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og felur fjármálastjóra að ganga frá undirritun nauðsynlegra skjala.

7.Sala á Garðarsbraut 81 íbúð 201

Málsnúmer 201410001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur kauptilboð í Garðarsbraut 81 íbúð 201.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og felur fjármálastjóra að ganga frá undirritun nauðsynlegra skjala.

8.Greið leið ehf. 2. áskrift hlutafjár

Málsnúmer 201501034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um viðbótaráskrift að hlutafjáraukningu í Greiðri leið ehf. Forkaupsréttur Norðurþings er um 580 þúsund krónum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi hlutafjáraukningu í Greiðri leið ehf. fyrir allt að 580 þúsund.

9.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 261. fundar og 262. fundar stjórnar Eyþings.
Fundargerðir Eyþings lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.