Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

136. fundur 20. janúar 2016 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag suðurhafnar

Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer

Vigfús Sigurðsson kynnti frumhugmyndir að deiliskipulagi suðurhafnarsvæðis.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að skipulagstillagan verði fullunnin til samræmis við framlagðar hugmyndir og umræður á fundinum. Fyrirliggjandi hugmyndir verði kynntar skv. ákvæðum 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag í Reitnum

Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer

Vigfús Sigurðsson kynnti frumhugmyndir að deiliskipulagi Reitsins. Kynntar voru tvær hugmyndir að fyrirkomulagi innan skipulagssvæðisins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að önnur hugmyndin verði unnin til skipulagstillögu. Sú hugmynd verði kynnt skv. ákvæðum 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag heimskautsgerðis

Málsnúmer 201411064Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hefur óskað eftir því að Norðurþing vinni deiliskipulag að aðkomuleiðum að heimskautsgerði við Raufarhöfn.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna tillögu að skipulagslýsingu.

4.Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer

Lokið er kynningu á deiliskipulagi Búðarvallar. Athugasemdir og umsagnir bárust frá fimm aðilum og voru þær til umfjöllunar á síðasta fundi.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sínum við lóðarhafa að Garðarsbraut 20c. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðin að Garðarsbraut 20c verði breikkuð um 4 m til austurs frá kynntri tillögu vegna athugasemdar lóðarhafa. Að öðru leyti leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem samþykktar voru á síðasta fundi nefndarinnar.


5.Ingvar Stefánsson f.h. Olís hf. sækir um byggingarleyfi að Garðarsbraut 62-64

Málsnúmer 201601041Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til breytinga og endurbóta á húsnæði Olís að Garðarsbraut 62-64. Breytingar felast í sameiningu rýma, heildarendurnýjun innanhúss og breytingum skipulags, gluggasetningum breytt og utanhússklæðningar endurnýjaðar, fremri þakkantur endurnýjaður og sett upp verönd við vesturhlið. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar unnar af Gunnari Erni Sigurðssyni hjá ASK arkitektum ehf.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fyrir liggja jákvæðar umsagnir eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits.

6.Almar Eggertsson f.h. Impact ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Gararsbraut 21, Húsavík

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til breytinga á Garðarsbraut 21 á Húsavík. Um er að ræða breytingar á íbúðarhluta hússins sem miðar að því að breyta honum í gistiheimili. Meðfylgjandi umsókn er teikning unnin af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi þar sem gerð er ítarleg grein fyrir breytingunum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðar breytingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

7.Beiðni um umsögn vegna veitingasölu að Ásgarðsvegi 1

Málsnúmer 201601002Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar vegna breyttrar starfsemi í húsinu að Ásgarðsvegi 1 á Húsavík. Fyrirhugað er að nýta húsið undir veitingarekstur. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að húsinu frá malarstæði við Miðgarð. Gert er ráð fyrir ýmsum lagfæringum á húsinu þó horft sé til þess að varðveita upprunalegt útlit að mestu.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti umsagnir frá nágrönnum að Ásgarðsvegi 2 og 3. Þeir gera ekki athugasemdir við breytta starfsemi í húsinu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta starfsemi í húsinu og nýja aðkomu að því frá Miðgarði. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að veita byggingarleyfi til breytinga á húsinu þegar fyrir liggja teikningar af fyrirhuguðum breytingum og jákvæðar umsagnir eldvarnareftirlits, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits um breytingarnar.

8.Umsókn um leyfi fyrir söluskúr á þaki Hafnarstéttar 19, Húsavík

Málsnúmer 201601047Vakta málsnúmer

Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir og Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir óska eftir stöðuleyfi fyrir 15 m² söluskúr ofan á þaki Hafnarstéttar 19 en til vara á sölutorgssvæði sunnan við Helguskúr. Um er að ræða bjálkahús með risþaki. Staðsetning yrði á NA-horni þaks hússins eins og afstöðmynd sýnir. Fyrir liggur samþykki leigjanda hússins.

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda og hafnarnefnd að heimild verði veitt fyrir stöðuleyfi fyrir húsinu til loka október 2016, enda staðsetning þess innan byggingarreits skv. deiliskipulagi svæðisins. Röðull og Sif telja að hafna eigi erindinu og vísa umsækjendum á torgsölusvæði á hafnarstétt.

Fundi slitið - kl. 16:00.