Fara í efni

Beiðni um umsögn vegna veitingasölu að Ásgarðsvegi 1

Málsnúmer 201601002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 136. fundur - 20.01.2016

Óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar vegna breyttrar starfsemi í húsinu að Ásgarðsvegi 1 á Húsavík. Fyrirhugað er að nýta húsið undir veitingarekstur. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að húsinu frá malarstæði við Miðgarð. Gert er ráð fyrir ýmsum lagfæringum á húsinu þó horft sé til þess að varðveita upprunalegt útlit að mestu.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti umsagnir frá nágrönnum að Ásgarðsvegi 2 og 3. Þeir gera ekki athugasemdir við breytta starfsemi í húsinu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta starfsemi í húsinu og nýja aðkomu að því frá Miðgarði. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að veita byggingarleyfi til breytinga á húsinu þegar fyrir liggja teikningar af fyrirhuguðum breytingum og jákvæðar umsagnir eldvarnareftirlits, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits um breytingarnar.