Fara í efni

Deiliskipulag suðurhafnar

Málsnúmer 201511061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134. fundur - 17.11.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag 1. áfanga suðurhafnar á Húsavík.

Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015

Þann 17. nóvember sl. tók Skipulags og bygginganefnd málið fyrir og bókaði:

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag 1. áfanga suðurhafnar á Húsavík. Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar að skipulags- og matslýsingu.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag 1. áfanga suðurhafnar á Húsavík. Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006."
Til máls tóku: Jónas og Kristján

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 136. fundur - 20.01.2016

Vigfús Sigurðsson kynnti frumhugmyndir að deiliskipulagi suðurhafnarsvæðis.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að skipulagstillagan verði fullunnin til samræmis við framlagðar hugmyndir og umræður á fundinum. Fyrirliggjandi hugmyndir verði kynntar skv. ákvæðum 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66. fundur - 20.01.2016

Fyrir nefndinni liggur eftirfarandi bókun skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að skipulagstillagan verði fullunnin til samræmis við framlagðar hugmyndir og umræður á fundinum. Fyrirliggjandi hugmyndir verði kynntar skv. ákvæðum 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar. Nefndin þakkar Gauki fyrir góða kynningu á tillögunni.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 137. fundur - 11.02.2016

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Suðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.

Skipulagsstofnun telur afmörkun deiliskipulagsins ekki nægilega skýra í lýsingu, né hvernig staðið verður að áfangaskiptingu svæðisins. Óljóst sé hvernig áfangaskipting sé hugsuð. Eigi nýtt deiliskipulag að gilda fyrir aðeins hluta skipulagssvæðis gildandi deiliskipulags komi eldra deiliskipulag til með að gilda um hinn hluta skipulagssvæðisins. Eðlilegt sé að nýtt deiliskipulag taki til sama svæðis og eldra deiliskipulag. Óháð því hver afmörkun deiliskipulagsins verður verði að skipuleggja svæðið m.v. fyrirhugaða tengibraut og fjalla um og leggja mat á umhverfisáhrifin af henni.

Umhverfisstofnun telur mikilvægt að við hönnun landfyllinga og grjótgarða verði tekið tillit til hækkunar sjávar af völdum loftslagsbreytinga. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að í umfjöllun um náttúrufar komi sem gleggstar upplýsingar um ástand fjöru og lífríkis þar og á svæðinu sem áætlað er að fylla upp og þau áhrif sem framkvæmdin mun hafa á svæðið.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir þeim umhverfisþáttum sem líklegir séu til að verða fyrir áhrifum og gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. Tekið verður tillit til þeirra við gerð deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Frumhugmynd var áður kynnt á opnum almennum fundi þann 21. janúar s.l. en hefur nú verið útfærð nánar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 67. fundur - 11.02.2016

Skipulags og byggingarnefnd hefur lagt til við framkvæmda- og hafnanefnd að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði sett í almenna kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga. Þórir Örn kynnti skipulagstillöguna og skipulagsferlið.
Framkvæmda- hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði kynnt til samræmis við tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 55. fundur - 16.02.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 137. fundi skipulags- og bygginganefndar:

"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Suðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni."
Nánari útlistun athugasemda má sjá í fundargerð 137. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
"Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. Tekið verður tillit til þeirra við gerð deiliskipulags.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Frumhugmynd var áður kynnt á opnum almennum fundi þann 21. janúar s.l. en hefur nú verið útfærð nánar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."

Ennfremur liggur fyrir sveitarstjórn eftirfarandi bókun frá 67. fundi framkvæmda- og hafnanefndar:

"Skipulags og byggingarnefnd hefur lagt til við framkvæmda- og hafnanefnd að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði sett í almenna kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga. Þórir Örn kynnti skipulagstillöguna og skipulagsferlið.
Framkvæmda- hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði kynnt til samræmis við tillögu skipulags- og byggingarnefndar."



Til máls tók: Sif.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 2. fundur - 12.04.2016

Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags suðurhafnar á Húsavík. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun með bréfi dags. 7. apríl. Þar er minnt á að það eru skráðar fornminjar í sjávarbakkanum innan skipulagssvæðisins þó þar standi ekki til að raska landi. Ef komið verði niður á fornminjar skuli stöðva framkvæmdir strax og leita umsagnar Minjastofnunar varðandi framhald. Heilbrigðisseftirlit Norðurlands eystra skilaði inn umsögn í bréfi dags. 8. apríl. Þar er f.o.f. minnt á að skipulagssvæðið er áberandi frá þjóðvegi í gegn um bæinn. Því sé sérlega mikilvægt að halda húshæðum í lágmarki og sérstaklega að huga í því samhengi að mannvirkjum sem standa upp fyrir mænishæðir meginbygginga. Vegagerðin telur að 2-3 m breiður göngustígur meðfram brimvörn sunnan Búðarár muni ekki duga til að viðhalda brimvörnum. Jafnframt er sérstaklega tiltekið að ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði vegna sjóvarna vegna landfyllinga. Hlöðver Stefán Þorgeirsson gerir athugasemdir við skipulagstillöguna með bréfi dags. 11. apríl. Hlöðver telur að ekki eigi að byggja sunnan núverandi bygginga við Suðurgarð og skilgreina það svæði sem útivistarsvæði. Ef byggt verður á svæðinu verði að setja skýrari takmarkanir á verslunar og þjónustustarfsemi á svæðinu. Aðrar umsagnir bárust ekki.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:

1. Færðar verði inn á skipulagsuppdrátt skráðar fornminjar innan skipulagssvæðisins og þeirra getið í greinargerð.
2. Settir verði skilmálar í greinargerð skipulagsins um að ekki verði leyfðir strompar hærri en 15 m frá botnkóta húsa og síló verði ekki hærri en 10 m.
3. Settir verði skilmálar um að ekki verði heimilt að geyma lausamuni til lengri tíma sunnan byggingarreita lóðanna að Fiskifjöru 4 og 5 eða Búðarfjöru 1.
5. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar og leggur til að tekið verði frá 6 m breytt svæði milli lóða og brimvarnargarðs sunnan Búðarár sem nýtist sem gönguleið og akstursleið.
6. Eins og fyrirspurnir og lóðarumsóknir hafa sýnt er veruleg þörf fyrir þær lóðir sem gert er ráð fyrir norðan nýs farvegar Búðarár. Ekki er á þessu stigi búið að taka ákvörðun um tímasetningu uppfyllingar sunnan Búðarár. Við endurskoðun aðalskipulags kæmi til álita að skilgreina hluta fjörunnar sunnan Búðarár sem útivistarsvæði, en ákvörðun um breytingu þar að lútandi yrði tekin síðar.
7. Skipulagssvæðið er að hluta hafnarsvæði og að hluta athafnasvæði. Ekki er því gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Hafnanefnd - 2. fundur - 20.04.2016

Deiliskipulag suðurhafnar
Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulag suðurhafnar og leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 57. fundur - 26.04.2016

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.

"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:

1. Færðar verði inn á skipulagsuppdrátt skráðar fornminjar innan skipulagssvæðisins og þeirra getið í greinargerð.
2. Settir verði skilmálar í greinargerð skipulagsins um að ekki verði leyfðir strompar hærri en 15 m frá botnkóta húsa og síló verði ekki hærri en 10 m.
3. Settir verði skilmálar um að ekki verði heimilt að geyma lausamuni til lengri tíma sunnan byggingarreita lóðanna að Fiskifjöru 4 og 5 eða Búðarfjöru 1.
5. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar og leggur til að tekið verði frá 6 m breytt svæði milli lóða og brimvarnargarðs sunnan Búðarár sem nýtist sem gönguleið og akstursleið.
6. Eins og fyrirspurnir og lóðarumsóknir hafa sýnt er veruleg þörf fyrir þær lóðir sem gert er ráð fyrir norðan nýs farvegar Búðarár. Ekki er á þessu stigi búið að taka ákvörðun um tímasetningu uppfyllingar sunnan Búðarár. Við endurskoðun aðalskipulags kæmi til álita að skilgreina hluta fjörunnar sunnan Búðarár sem útivistarsvæði, en ákvörðun um breytingu þar að lútandi yrði tekin síðar.
7. Skipulagssvæðið er að hluta hafnarsvæði og að hluta athafnasvæði. Ekki er því gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."

Einnig liggur fyrir fundinum eftirfarandi bókun 2. fundar hafnanefndar Norðurþings.
" Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulag suðurhafnar og leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið."
Til máls tók: Sif.

Skipulagstillagan er samþykkt samhljóða.