Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

137. fundur 11. febrúar 2016 kl. 14:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag suðurhafnar

Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Suðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.

Skipulagsstofnun telur afmörkun deiliskipulagsins ekki nægilega skýra í lýsingu, né hvernig staðið verður að áfangaskiptingu svæðisins. Óljóst sé hvernig áfangaskipting sé hugsuð. Eigi nýtt deiliskipulag að gilda fyrir aðeins hluta skipulagssvæðis gildandi deiliskipulags komi eldra deiliskipulag til með að gilda um hinn hluta skipulagssvæðisins. Eðlilegt sé að nýtt deiliskipulag taki til sama svæðis og eldra deiliskipulag. Óháð því hver afmörkun deiliskipulagsins verður verði að skipuleggja svæðið m.v. fyrirhugaða tengibraut og fjalla um og leggja mat á umhverfisáhrifin af henni.

Umhverfisstofnun telur mikilvægt að við hönnun landfyllinga og grjótgarða verði tekið tillit til hækkunar sjávar af völdum loftslagsbreytinga. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að í umfjöllun um náttúrufar komi sem gleggstar upplýsingar um ástand fjöru og lífríkis þar og á svæðinu sem áætlað er að fylla upp og þau áhrif sem framkvæmdin mun hafa á svæðið.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir þeim umhverfisþáttum sem líklegir séu til að verða fyrir áhrifum og gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. Tekið verður tillit til þeirra við gerð deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Frumhugmynd var áður kynnt á opnum almennum fundi þann 21. janúar s.l. en hefur nú verið útfærð nánar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Deiliskipulag í Reitnum

Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík, s.k. Reit. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Skipulagsstofnun bendir á að þar sem fyrirhugað er að Stórigarður verði tengibraut þegar fram líða stundir er mikilvægt að tekið verði tillit til þess í skipulagsvinnunni og að gatan verði hönnum með það í huga.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Umhverfisstofnun minnir á að skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd nýtur votlendi s.s. hallamýrar, flóar, flæðimýrar og rústamýrar, stærri en 20.000 m² að flatarmáli sérstakrar verndar. Að öðru leiti gerir Umhverfisstofnun ekki athugasemd við ofangreinda lýsingu.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi Reitsins. Frumhugmynd var áður kynnt á opnum almennum fundi þann 21. janúar s.l. en hefur nú verið útfærð nánar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.

3.Deiliskipulag í Ásbyrgi, skipulagslýsing

Málsnúmer 201511064Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis í Ásbyrgi.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Skipulagsstofnun telur að skipulagstillagan falli undir lög um umhverfismat áætlana og minnir jafnframt á að framkvæmdir sem falla undir 1. viðauka, lið 12.05, B-flokk séu tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar. Stofnunin vekur athygli á ákvæði um umsagnaraðila sbr. 68. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þegar unnið er deiliskipulag á náttúrurverndarsvæðum og svæðum sem njóta sérstakrar náttúruverndar. Loks er minnt á að senda þarf deiliskipulagstillöguna ásamt umhverfisskýrslu á Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og aðra umsagnaraðila eftir því sem við á meðan á auglýsingatíma stendur.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur að í lýsingunni sé gerð fullnægjandi grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem fyrir áhrifum geta orðið og gera því ekki athugasemd við hana.
Vegagerðin óskar þess að samráð verði haft við Vegagerðina við gerð deiliskipulagsins vegna tenginga svæða norðan við Norðausturveg. Í því sambandi verði horft til fjarlægða milli tenginga og ákvæða veghönnunarreglna.
Hvorki hefur borist umsögn frá Umhverfisstofnun né Minjavernd.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar og óskar þess að tillit verði tekið til þeirra við áframhald deiliskipulagsvinnu.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á gluggum að Urðargerði 2 fyrir Gentle Giants- Hvalaferðir ehf

Málsnúmer 201602038Vakta málsnúmer

Unnið er að lagfæringum glugga, þ.m.t. ísetningum björgunaropa og gera flóttaleiðir aðgengilegri
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið þann 8. febrúar 2016 .

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu þessa erindis.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á Brúnagerði 1. Meðal breytinga er gerð nýrra björgunaropa

Málsnúmer 201602040Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi fyrir nokkrum breytingum á Brúnagerði 1. Meðal breytinga er gerð nýrra björgunaropa.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkt erindið þann 8. febrúar 2016.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu þessa erindis.

6.Umsókn um leyfi fyrir breytingum á efri hæð Garðarsbrautar 26 fyrir Framsýn stéttarfélag

Málsnúmer 201602037Vakta málsnúmer

Framsýn stéttarfélag sækir um leyfi til breytinga á annarri hæð að Garðarsbraut 26.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið þann 8. febrúar 2016.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu þessa erindis.

7.Fjallalamb sækir um stöðuleyfi fyrir brennslugám

Málsnúmer 201601080Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 20-40 feta gám sem á að nota til brennslu á áhættuvefjum. Gámurinn yrði 6 m vestan húsveggjar að Röndinni 3 og innan lóðarmarka Fjallalambs. Fyrir liggur umsögn slökkviliðs Norðurþings. Ennfremur liggur fyrir greinargerð Umhverfisstofnunar vegna reksturs slíkra brennsluofna.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

8.Norðlenska matarborðið ehf sækir um stöðuleyfi á búnaði til förgunar áhættuvefja

Málsnúmer 201602049Vakta málsnúmer

Norðlenska sækir um stöðuleyfi fyrir brennslugám til að brenna áhættuvefjum sem falla til við slátrun. Fyrirhuguð staðsetning er við þvottaplan SV við hús Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut. Fyrir liggur umsögn slökkviliðs Norðurþings sem gerir ekki athugasemd við staðsetningu gámsins enda uppfylli frágangur hans kröfur byggingarreglugerðar (gr. 9.6.4, 9.6.5 og 9.7.5). Ennfremur liggur fyrir greinargerð Umhverfisstofnunar vegna reksturs slíkra brennsluofna.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Fundi slitið - kl. 15:30.