Fara í efni

Norðlenska matarborðið ehf sækir um stöðuleyfi á búnaði til förgunar áhættuvefja

Málsnúmer 201602049

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 137. fundur - 11.02.2016

Norðlenska sækir um stöðuleyfi fyrir brennslugám til að brenna áhættuvefjum sem falla til við slátrun. Fyrirhuguð staðsetning er við þvottaplan SV við hús Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut. Fyrir liggur umsögn slökkviliðs Norðurþings sem gerir ekki athugasemd við staðsetningu gámsins enda uppfylli frágangur hans kröfur byggingarreglugerðar (gr. 9.6.4, 9.6.5 og 9.7.5). Ennfremur liggur fyrir greinargerð Umhverfisstofnunar vegna reksturs slíkra brennsluofna.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 1. fundur - 08.03.2016

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir brennslugám á lóð Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut. Í gámnum er ætlunin að brenna f.o.f. áhættuvefjum sem til falla í sláturhúsi og kjötvinnslu Norðlenska a Húsavík. Gámurinn er hugsaður nærri sjávarbakkanum í SV-horni lóðarinnar. Erindi fylgir rissmynd af staðsetningu.

Fyrir liggur minnisblað Umhverfisstofnunar um rekstur brennsluofna við sláturhús til að brenna áhættuvefjum dags. 24. apríl 2015.

Slökkvilið Norðurþings hefur skoðað erindið og gerir ekki athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings fellst á erindið fyrir sitt leyti og telur staðsetningu innan lóðar heppilega. Nefndin minnir á það álit Umhverfisstofnunar að starfræksla ofnsins sé starfsleyfisskyld og að fella beri starfleyfisskilyrði fyrir ofninn inn í starfsleyfi fyrir sláturhúsið sjálft.