Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

1. fundur 08. mars 2016 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir
  • Soffía Helgadóttir
  • Jónas Hreiðar Einarsson
  • Gaukur Hjartarson
  • Arnar Guðmundsson varamaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjallalamb sækir um stöðuleyfi fyrir brennslugám

Málsnúmer 201601080Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir brennslugám við húsnæði Fjallalambs. Í gámnum er ætlunin að brenna áhættuvefjum eingöngu, allt að 15.000 kg á ári. Gámurinn er hugsaður 6 m frá húsvegg. Erindi fylgir rissmynd af staðsetningu.

Fyrir liggur minnisblað Umhverfisstofnunar um rekstur brennsluofna við sláturhús til að brenna áhættuvefjum dags. 24. apríl 2015.

Slökkvilið Norðurþings hefur skoðað erindið og telur nauðsynlegt að gámurinn verði ekki skemmra frá húsvegg en 7 m.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþing fellst á erindið enda verði fjarlægð gáms frá húsi að lágmarki 7 m og búnaður brennslunnar standist kröfur reglugerðar. Nefndin minnir á það álit Umhverfisstofnunar að starfræksla ofnsins sé starfsleyfisskyld og að fella beri starfleyfisskilyrði fyrir ofninn inn í starfsleyfi fyrir sláturhúsið sjálft.

2.Norðlenska matborðið ehf sækir um stöðuleyfi á búnaði til förgunar áhættuvefja

Málsnúmer 201602049Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir brennslugám á lóð Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut. Í gámnum er ætlunin að brenna f.o.f. áhættuvefjum sem til falla í sláturhúsi og kjötvinnslu Norðlenska a Húsavík. Gámurinn er hugsaður nærri sjávarbakkanum í SV-horni lóðarinnar. Erindi fylgir rissmynd af staðsetningu.

Fyrir liggur minnisblað Umhverfisstofnunar um rekstur brennsluofna við sláturhús til að brenna áhættuvefjum dags. 24. apríl 2015.

Slökkvilið Norðurþings hefur skoðað erindið og gerir ekki athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings fellst á erindið fyrir sitt leyti og telur staðsetningu innan lóðar heppilega. Nefndin minnir á það álit Umhverfisstofnunar að starfræksla ofnsins sé starfsleyfisskyld og að fella beri starfleyfisskilyrði fyrir ofninn inn í starfsleyfi fyrir sláturhúsið sjálft.

3.Arnar Sigurðsson óskar eftir að fá stækkun á lóð við Stóragarð 6 og byggja þar hús

Málsnúmer 201602097Vakta málsnúmer

Óskað er eftir viðræðum um lóðarstækkun við Stóragarð 6 með möguleika á uppbyggingu húss undir ferðaþjónustu innan lóðarstækkunarinnar. Ennfremur er óskað eftir leyfi fyrir tveimur auglýsingaskiltum vegna núverandi ferðaþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu lóðarstækkunar.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjanda leyfi fyrir tveimur merkingarskiltum þegar nánari útfærsla þeirra liggur fyrir.

4.Umsókn Garðræktarfélag Reykhverfinga hf. um breytingu húsins að Laufahlíð úr frístundahúsi í íbúðarhús

Málsnúmer 201603029Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir breytingu skráðs frístundahúss í íbúðarhús. Húsið var byggt sem íbúðarhús jarðarinnar á sínum tíma.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta skráningu hússins til samræmis við ósk umsækjanda.

5.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á áður samþykktu byggingarleyfi

Málsnúmer 201603030Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir breyttum teikningum af húsi á lóðinni að Höfða 7. Fyrirhuguð bygging verði geymsluhúsnæði í fjórum eignarhlutum. Húsið verði byggt úr stálgrind og klætt með PIR samlokueiningum. Milliloft verði fellt út frá fyrri teikningum og bætt við reyklosun úr hverju rými.

Eldvarnareftirlit gerir nokkrar athugasemdir við innfærðar eldvarnir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem felast í nýjum teikningum og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Þar verði m.a. tekið tillit til sjónarmiða eldvarnareftirlits.

6.Trésmiðjan Rein sækir um lóðina Víðimóar 8 640 Húsavík

Málsnúmer 201602106Vakta málsnúmer

Óskað er eftir lóðinni að Víðimóum 8 á Húsavík til uppbyggingar stálgrindarskemmu. Sérstaklega er tiltekið í umsókn að ekki sé þörf á tafarlausri gatnagerð vegna lóðarinnar þar sem umsækjandi getur nýtt eigin lóð til aðkomunnar tímabundið.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni. Sérstaklega verði samið um gatnagerð og greiðslu gatnagerðargjalda í ljósi aðstæðna.

Fundi slitið - kl. 16:00.